Samfélagsleg ábyrgð

Samfélagsleg ábyrgð Orkuveitu Reykjavíkur felst fyrst og fremst í að gegna hlutverki sínu með þeim hætti að ekki sé gengið á rétt komandi kynslóða. Sjálfbær rekstur tekur til umgengni fyrirtækisins við umhverfið, framgöngu þess í samfélaginu, að stjórnun þess sé skilvirk og gegnsæ, fjárhagurinn traustur og að vinnustaðurinn laði að sér hæfileikaríkt starfsfólk.

Orkuveita Reykjavíkur gefur árlega út skýrslu um starfsemina þar sem frammistaða fyrirtækisins í þessum efnum er talin fram í samræmi við alþjóðlega viðurkennd viðmið.

Stefna OR um samfélagsábyrgð