Veitusvæði

Veitusvæði

Starfssvæði Veitna nær frá Stykkishólmi í vestri að Hvolsvelli í suðri. 

Veitur, dótturfélag OR, reka hitaveitu, vatnsveitu, rafveitu og fráveitu. Starfssvæðið er aðallega á höfuðborgarsvæðinu en nær einnig inn á Suður- og Vesturland. Veitusvæði fyrirtækisins má sjá hér. 

  • Raforkudreifing Veitna nær til liðlega helmings landsmanna í sex sveitarfélögum við Faxaflóa.
  • Á höfuðborgarsvæðinu reka Veitur hitaveitu auk 16 smærri veitna á sunnan- og vestanverðu landinu.
  • Veitur reka 12 vatnsveitur á starfssvæði sínu auk þess að selja neysluvatn í heildsölu til tveggja að auki, samtals til meira en helmings þjóðarinnar.
  • Veitur eiga og reka fráveitur í þremur sveitarfélögum og reka dælustöðvar fyrir fjögur sveitarfélög til viðbótar. Alls þjónar fyrirtækið um helmingi þjóðarinnar í fráveitumálum.