Persónuverndarstefna

Öll meðferð Orkuveitu Reykjavíkur (OR) á persónuupplýsingum lýtur lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og reglum sem settar eru samkvæmt þeim. OR gætir þess að öll vinnsla persónuupplýsinga innan fyrirtækisins sé í samræmi við framangreind lög og tryggir að vinnsluaðilar sem fá aðgang að persónuupplýsingum fylgi þeim einnig.

OR upplýsir einstaklinga um þá vinnslu persónuupplýsinga sem á sér stað á vegum fyrirtækisins og í hvaða tilgangi hún er unnin. OR tryggir að vinnsla fari ekki fram í öðrum tilgangi en upplýst hefur verið um nema með fullri vitneskju og eftir atvikum með samþykki hlutaðeigandi.

Einstaklingar geta óskað upplýsinga um vinnslu sem á sér stað hjá OR og varðar þá sjálfa. Þeir geta andmælt henni telji þeir að hún samræmist ekki gildandi lögum og reglum og eftir atvikum krafist þess að röngum, villandi eða ófullkomnum persónuupplýsingum um sig verði eytt.

PDF iconGreinargerð um vinnslu OR á persónuupplýsingum

Beiðni um upplýsingar

Samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga eiga einstaklingar rétt á að fá staðfestingu á því frá OR og dótturfélögum hvort verið sé að vinna persónuupplýsingar um þá og, ef svo er, hafa þeir rétt til aðgangs að persónuupplýsingunum og að fá nánari upplýsingar um tiltekin atriði sem tengjast vinnslunni.

Ef þú vilt fá aðgang að gögnum á grundvelli laga um persónuvernd, þá biðjum við þig að fylla út þar til gert eyðublað. Útfyllt eyðublað sendirðu í tölvupósti á netfangið beidniumupplysingar@or.is. Við afgreiðum beiðnina þína svo fljótt sem verða má.
 

SkráBeiðni um upplýsingar á grundvelli persónuverndarlaga.docx
 

 

 

Persónuvernd og upplýsingar til umsækjenda

Persónuverndarstefna OR

Öll meðferð Orkuveitu Reykjavíkur (OR) á persónuupplýsingum lýtur lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og reglum sem settar eru samkvæmt þeim. OR gætir þess að öll vinnsla persónuupplýsinga innan fyrirtækisins sé í samræmi við framangreind lög og tryggir að vinnsluaðilar sem fá aðgang að persónuupplýsingum fylgi þeim einnig.

OR upplýsir einstaklinga um þá vinnslu persónuupplýsinga sem á sér stað á vegum fyrirtækisins og í hvaða tilgangi hún er unnin. OR tryggir að vinnsla fari ekki fram í öðrum tilgangi en upplýst hefur verið um nema með fullri vitneskju og eftir atvikum með samþykki hlutaðeigandi.

Einstaklingar geta óskað upplýsinga um vinnslu sem á sér stað hjá OR og varðar þá sjálfa. Þeir geta andmælt henni telji þeir að hún samræmist ekki gildandi lögum og reglum og eftir atvikum krafist þess að röngum, villandi eða ófullkomnum persónuupplýsingum um sig verði eytt.

Persónuvernd og upplýsingar til umsækjenda

 1. Almennt

  Veitur eru ábyrgar fyrir vinnslu þeirra upplýsinga sem þú skráir í umsókn á ráðningarvef fyrirtækisins.
   
 2. Lögmæti vinnslu

  Vinnsla persónuupplýsinga um umsækjendur byggir á samþykki umsækjanda.

  Umsækjandi getur hvenær sem er afturkallað samþykki sitt. Sé það gert munu Veitur ekki vinna frekar með upplýsingarnar sem hann hefur veitt. Við afturköllun umsóknar verður umsókn óvirk.
   
 3. Tegund upplýsinga

  Veitur safna og vinna úr m.a. eftirfarandi upplýsingum um umsækjendur:
  a. Nafn
  b. Kennitala
  c. Heimilisfang
  d. Símanúmer
  e. Ferilskrá
  f. Prófskírteini
   
 4. Tilgangur vinnslu

  Veitur safna og vinna tilgreindar persónuupplýsingar um umsækjendur í þeim tilgangi að geta metið hvort viðkomandi uppfylli þær kröfur sem gerðar eru vegna ráðningar í störf.

  Upplýsingarnar verða ekki notaðar í öðrum tilgangi nema með fullri vitneskju og eða samþykki umsækjanda.
   
 5. Viðtakendur upplýsinga

  Upplýsingar um umsækjendur eru vistaðar hjá Veitum eða á vegum fyrirtækisins á Íslandi eða hjá samstarfsaðila innan EES-svæðisins þar sem reglur um meðferð persónuupplýsinga eru þær sömu og á Íslandi.

  Persónuupplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila nema á grundvelli laga­heim­ildar, stjórnvaldsfyrirmæla, dómsúrskurðar, vinnslusamnings eða samþykkis við­skipta­vinar.
   
 6. Varðveislutími  

  Veitur vista umsóknir í þann tíma sem lög gera ráð fyrir og nauðsynlegt er m.v. tilgang vinnslunnar. Þar sem Veitur eru í eigu opinberra aðila lýtur fyrirtækið lögum um opinber skjalasöfn og ber því varðveislu- og skilaskyldu samkvæmt þeim. Eru fyrirtækinu því ákveðnar hömlur settar hvað eyðingu gagna varðar.
   
 7. Nákvæmni og áreiðanleiki upplýsinga

  Veitur bera ábyrgð á áreiðanleika upplýsinga og að upplýsingar um umsækjanda séu ávallt upp­færðar í samræmi við tilkynningar hans. Umsækjandi ber ábyrgð á að upplýsa Veitur um breytingar sem gera þarf á upplýsingum um hann.
   
 8. Öryggi upplýsinga

  Veitur tryggja öryggi persónuupplýsinga með tæknilegum og skipulagslegum ráðstöfunum. Aðgangur að þeim er ávallt takmarkaður við þá starfsmenn sem nauðsynlega þurfa aðgang hverju sinni til að ná fram tilgangi vinnslunnar.

  Starfsmenn Veitna eru upplýstir og meðvitaðir um skyldu þeirra til að viðhalda trúnað og öryggi persónuupplýsinga.
   
 9. Réttindi umsækjanda

  Umsækjandi hefur rétt til að andmæla söfnun Veitna á persónuupplýsingum telji hann að hún samræmist ekki tilgangi hennar, meðalhófs sé ekki gætt eða ef hann telur að ná megi sama tilgangi með vægari hætti.

  Umsækjandi getur óskað eftir því að fá upplýsingar um þá vinnslu sem á sér stað hjá Veitum um hann enda standi hagsmunir annarra ekki í vegi fyrir því. Beiðniþar um skal afgreidd eins fljótt og auðið er og ekki síðar en innan mánaðar frá móttöku beiðni viðskiptavinar þar um.

  Umsækjandi kann að eiga rétt á að krefjast þess að röngum, villandi eða ófullkomnum persónu­upplýsingum um sig verði leiðréttar og eða þeim eytt.
   
 10. Kvartanir og athugasemdir

  Vilji viðskiptavinur koma kvörtun eða athugasemdum á framfæri vegna vinnslu persónu­upp­lýsinga, skal henni beint að Persónuverndarfulltrúa OR og dótturfélaga, þar með talið Veitna, á netfangið personuverndarfulltrui@or.is. OR skal bregðast við erindi viðkomandi svo fljótt sem auðið er.

  Umsækjandi hefur einnig heimild til að bera vinnslu persónuupplýsinga undir Persónuvernd.