Gæðastefna

[Stefna yfirfarin og samþykkt á stjórnarfundi 15.05.2017]

Stefna Orkuveitu Reykjavíkur er að mæta þörfum viðskiptavina með því að miðla vörum og góðri þjónustu með hagkvæmum og öruggum hætti.

Orkuveita Reykjavíkur:

  • stuðlar að skipulögðum ferlum og hnökralausu flæði
  • vinnur verkin rétt og bregst við frávikum
  • virkjar fólk til að beita þekkingu, getu og færni til árangurs
  • leggur lífsferilshugsun* til grundvallar í allri starfseminni
  • ástundar stöðugar umbætur byggðar á greiningum og mælingum

Gæðastefnan byggir á gildum og heildarstefnu OR og er sett fram til samræmis við eigendastefnu.

 

 

*Lífsferilshugsun felur m.a.a í sér að hanna með hliðsjón af öryggi, hagkvæmni á líftíma, vistspori og förgun.