Dótturfélög OR

Dótturfélög OR

Veitur

Veitur ohf. urðu til við uppskiptingu OR í ársbyrjun 2014. Fyrirtækið starfaði frá stofnun til 1. desember 2015 undir merki Orkuveitu Reykjavíkur. Veitur er stærsta veitufyrirtæki landsins. Þrír fjórðu hlutar landsmanna njóta hitaveitna fyrirtækisins, um helmingur landsmanna er tengdur rafveitu þess og um fjórir af hverjum tíu landsmönnum njóta vatnsveitna og fráveitna Veitna ohf.

Veitur sjá um uppbyggingu og rekstur veitukerfa. Þær dreifa rafmagni, heitu og köldu vatni, auk þess að reka fráveitur á þéttbýlasta svæði Íslands. Vatns er aflað úr fjölda vatnsbóla. Áhersla er lögð á öfluga vernd auðlindarinnar þannig að sem flestir landsmenn eigi kost á hreinu og ómeðhöndluðu neysluvatni. Vatnsveitur Veitna gegna lykilhlutverki í brunavörnum. Heita vatnsins afla Veitur úr lághitasvæðum og frá jarðgufuvirkjunum ON á Hengilssvæðinu. Fyrirtækið þjónar öllu höfuðborgarsvæðinu, auk þéttbýlis og dreifbýlis á Suður- og Vesturlandi. Fyrirtækið býr að 85 ára sögu sjálfbærrar jarðhitanýtingar.

Veitur sjá um dreifingu rafmagns til liðlega helmings landsmanna í sex sveitarfélögum við Faxaflóa. Sérstaða rafdreifikerfis Veitna á landinu er net háspennustrengja sem liggur á milli 13 aðveitustöðva á rafdreifisvæðinu.

Fráveitukerfi Veitna þjóna um helmingi landsmanna og hreinsistöðvar fyrirtækisins enn fleirum. Eftir hreinsun er frárennsli veitt út í sjóinn á Sundunum, um fimm kílómetra frá ströndinni. Í uppsveitum Borgarfjarðar reka Veitur fjórar lífrænar hreinsistöðvar.

Framkvæmdastjóri Veitna er Inga Dóra Hrólfsdóttir verkfræðingur.

Stjórn: Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála OR, formaður, Guðni Axelsson, Guðrún Sævarsdóttir, Skúli Skúlason og Sólrún Kristjánsdóttir. Til vara: Íris Lind Sæmundsdóttir og Reynir Guðjónsson.

Kt: 501213-1870
Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sími: 516 6000
Vefur: www.veitur.is
VSK-númer: 115506

 

PDF iconSamþykktir Veitna ohf. 14. apríl 2016

 

Starfsreglur stjórnar Veitna

 Ársreikningur Veitna 2014

PDF iconÁrsreikningur Veitna 2015


Orka náttúrunnar

Orka náttúrunnar (ON) tók til starfa í ársbyrjun 2014. Fyrirtækið framleiðir og selur rafmagn til landsmanna frá Nesjavallavirkjun, Hellisheiðarvirkjun og Andakílsárvirkjun. Frá Nesjavalla- og Hellisheiðarvirkjunum kemur líka um helmingurinn af heita vatninu í hitaveituna á höfuðborgarsvæðinu. ON framleiðir og selur rafmagn til allra landsmanna á samkeppnishæfu verði. Fyrirtækið rekur tvær jarðvarmavirkjanir á Hengilssvæðinu - Nesjavallavirkjun og Hellisheiðarvirkjun – og Andakílsárvirkjun í Borgarfirði. Í virkjununum á Hengilsvæðinu er líka framleitt heitt vatn fyrir höfuðborgarsvæðið.

Framkvæmdastjóri ON er Bjarni Már Júlíusson.

Stjórn: Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, formaður, Hildigunnur H. Thorsteinsson, varaformaður, Bolli Árnason, Hólmfríður Sigurðardóttir og Sveinbjörn Björnsson. Til vara: Kristjana Kjartansdóttir og Bjarni Freyr Bjarnason.

Kt: 521213-0190
Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sími: 591 2700
Vefur: www.on.is
Netfang: on@on.is
VSK-númer: 115529

Samþykktir Orku náttúrunnar ohf.

PDF iconÁrsreikningur ON 2014

PDF iconÁrsreikningur ON 2015

Gagnaveita Reykjavíkur

Árið 2007 var Gagnaveita Reykjavíkur aðskilin sérleyfisrekstri OR. Hún selur heimilum og fyrirtækjum aðgang að háhraða gagnaflutningskerfi sínu, Ljósleiðaranum, sem eykur lífsgæði og samkeppnishæfni íslensks samfélags. Ljósleiðarakerfi GR er opið net sem öllum þjónustuaðilum er heimilt að selja þjónustu sína um og er hraðasta tenging sem völ er á.

Viðskiptavinir eru bæði fyrirtæki og einstaklingar sem starfa og búa á þjónustusvæði sem nær nú frá Bifröst til Vestmannaeyja.  

Framkvæmdastjóri GR er Erling Freyr Guðmundsson.

Stjórn: Bjarni Bjarnason formaður, Jóna Björk Helgadóttir, Magnús Hauksson,  Ásdís Kristinsdóttir, og Ingvar Stefánsson. Varamenn eru er Íris Lind Sæmundsdóttir og Sæmundur Friðjónsson.

Kt: 691206-3780
Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sími: 516 7777
Vefur: www.gagnaveita.is
Netfang: gagnaveita@gagnaveita.is
VSK-númer: 92878

PDF iconSamþykktir Gagnaveitu Reykjavíkur 15.4.2016

Vatns- og fráveita sf.

Uppbygging og rekstur lögbundinnar veituþjónustu sveitarfélaga. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, og Inga Dóra Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri Veitna, fara með ákvörðunarvald á félagsfundum.

 Félagssamningur OR Vatns-og fráveitu sf
 

Orkuveita Reykjavíkur Eignir ohf.

Félagið er ekki með sjálfstæða starfsemi. Í stjórn þess sitja stjórnarmenn OR og framkvæmdastjóri er Bjarni Bjarnason, forstjóri OR.

 Samþykktir Orkuveitu Reykjavíkur-Eigna ohf.

PDF iconÁrsreikningur 2014

PDF iconÁrsreikningur OR Eigna ohf 2015