Stefna um vistvænar samgöngur

[Stefnan yfirfarin og samþykkt á stjórnarfundi OR 28. janúar 2019]

Stefna um vistvænar samgöngur byggir á gildum og heildarstefnu Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og er sett fram til samræmis við eigendastefnu.

Það er stefna OR og dótturfélaga að:

  • Vera í fararbroddi í vistvænum samgöngum og gefa gott fordæmi.
  • Nýta stöðu sína og þekkingu til framþróunar vistvænna samgangna.
  • Nýta innviði og orkustrauma samstæðunnar til að breikka framboð á lausnum.
  • Auka hlut vistvænna samgangna á Íslandi.

Þetta gera OR og dótturfélög með því að:

  • Ganga fram með góðu fordæmi.
  • Þróa og byggja upp innviði.
  • Nýta afurðir samstæðunnar til framleiðslu vistvænna orkugjafa.