Stefna um skjala- og upplýsingastjórnun

[Stefnan yfirfarin og samþykkt á samstæðufundi 27.02.2018]

Í skjala- og upplýsingastjórnun Orkuveitu Reykjavíkur er ISO 15489 staðallinn, sem lýsir bestu starfsvenjum í skjalastjórn, hafður til hliðsjónar. Virk skjalastjórn tekur m.a. á því hvernig gögn eru flokkuð, vistuð, þeim aðgangsstýrt og á lengd á varðveislu þeirra. Þetta stuðlar að góðum stjórnarháttum sem er forsenda skilvirkrar og góðrar þjónustu við viðskiptavini.

Stefnan nær til allra skjala fyrirtækisins óháð kerfum. Með skjali er átt við hvers konar gögn, jafn rituð sem í öðru formi, er hafa að geyma upplýsingar og hafa orðið til, borist eða verið viðhaldið, við starfsemi á vegum fyrirtækisins.

  • OR byggir upp og varðveitir sameiginlega þekkingu og sögu fyrirtækisins með samræmdu skipulagi við vistun upplýsinga.
  • OR leggur áherslu á að leit að upplýsingum sé hraðvirk, auðveld og árangursrík sem eykur hagkvæmni í rekstri.
  • OR leggur áherslu á gegnsæi og markvissa notkun upplýsinga í allri starfsemi fyrirtækisins og tryggir þannig yfirsýn og rekjanleika mála.
  • Öryggi og heilleiki upplýsinga er í samræmi við upplýsingaöryggisstefnu.
  • OR fylgir lögum, reglum og leiðbeiningum er varða skjala- og upplýsingastjórnun.

Sett fram í samræmi við gildi og heildarstefnu OR.