Stefna um samfélagsábyrgð

[Stefna yfirfarin og samþykkt óbreytt á stjórnarfundi 22.08.2022]

Stefna Orkuveitu Reykjavíkur um samfélagsábyrgð byggir á gildum og heildarstefnu OR og er sett fram til samræmis við leiðarljós í eigendastefnu fyrirtækisins.

OR gefur reglubundið með greinargóðum og gegnsæjum hætti upplýsingar um frammistöðu fyrirtækisins hvað varðar grunnstoðir sjálfbærni og samfélagsábyrgðar; umhverfi, samfélag, stjórnhætti, fjárhag og vinnustaðinn sjálfan.

Sýna skal fram á það með reglubundinni skýrslugjöf hvernig starfsemi OR styður við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

OR kallar eftir skoðunum hagsmunaaðila á því hvort fyrirtækin í samstæðunni standa undir samfélagslegri ábyrgð sinni og bregst við ábendingum með ábyrgum hætti.

Þessi Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru í forgangi hjá OR skv. ákvörðun stjórnar 28. september 2020:

  • 5 Jafnrétti kynjanna
  • 6 Hreint vatn og hreinlætisaðstaða
  • 7 Sjálfbær orka
  • 12 Ábyrg neysla og framleiðsla
  • 13 Aðgerðir í loftslagsmálum
heimsmarkmid.jpg