Samskiptastefna

Þessi stefna gildir fyrir OR og öll félög.

Orkuveita Reykjavíkur skal vera til fyrirmyndar um upplýsingagjöf til almennings og samskipti við viðskiptavini og starfsfólk. Upplýsingar um starfsemina og kynning á henni skulu vera settar fram á gegnsæjan hátt þannig að almenningur fái skýra sýn á hana. Gildi OR – framsýni hagsýni og heiðarleiki – skulu höfð að leiðarljósi.

OR veitir áreiðanlegar upplýsingar með aðgengilegum hætti um vörur og þjónustu, sérstaklega verði brestur á þjónustu eða neyðarástand.

OR hefur frumkvæði að upplýsingamiðlun við almenning og bregst við röngum eða villandi upplýsingum í opinberri umræðu um fyrirtækið og starfsemi þess.

Starfsfólk OR sýnir jákvæðni og þjónustulund við upplýsingagjöf og sýnir auðmýkt gagnvart grundvallar hlutverki fyrirtækisins í samfélaginu. Starfsfólk OR sækist eftir því að eiga í stöðugu samtali við samfélagið um það hvernig OR stendur best undir ábyrgð sinni gagnvart samfélaginu. Í því skyni greinir OR hagsmunaaðila sína eftir mikilvægi þeirra fyrir reksturinn og markmið hans, með sérstakri áherslu á grunnstoðir sjálfbærni og samfélagsábyrgðar: umhverfi, samfélag, stjórnhætti, fjárhag og vinnustaðinn sjálfan.

OR ástundar upplýsingavernd s.s. vegna hagsmuna fyrirtækisins, starfsfólks eða viðskiptavina og virðir lög og reglur um upplýsingagjöf, persónu- og upplýsingavernd.

[Stefnan var samþykkt og kynnt á Stefnuráðsfundi 29.09.2020]