Samskiptastefna

Orkuveita Reykjavíkur skal vera til fyrirmyndar um upplýsingagjöf til almennings og samskipti við viðskiptavini og starfsfólk. Upplýsingar um starfsemina skulu vera settar fram á þann hátt að almennir lesendur fái skýra sýn á hana og tilfinningu fyrir að gegnsæi ríki í rekstrinum. Gildi Orkuveitunnar – framsýni hagsýni og heiðarleiki – skulu höfð að leiðarljósi.

OR veitir áreiðanlegar upplýsingar með aðgengilegum hætti um starfsemi fyrirtækisins – vörur þess og þjónustu – og verði brestur á þjónustu eða neyðarástand.

Starfsfólk OR sýnir jákvæðni og þjónustulund við upplýsingagjöf.

OR hefur frumkvæði að upplýsingamiðlun við almenning og bregst við röngum eða villandi upplýsingum í opinberri umræðu um fyrirtækið og starfsemi þess. 

OR greinir hagsmunaaðila sína eftir mikilvægi þeirra fyrir reksturinn og markmið hans, hefur gagnkvæm samskipti við þá með skipulegum hætti og kynnir sér áherslur þeirra.

OR ástundar upplýsingavernd s.s. vegna hagsmuna fyrirtækisins, starfsmanna eða viðskiptavina og virðir lög og reglur um upplýsingagjöf, persónuvernd og upplýsingavernd. 

[Stefna yfirfarin og breytt á fundi Stefnuráðs 14.08.2018]