Rannsóknarverkefni

Carbfix2

Carbfix-logo-585px.png

Carbfix2 verkefnið felst í áframhaldandi þróun á bindingu koltvíoxíðs og brennisteinsvetnis í grjót. Sú vinna felst í áframhaldandi tækniþróun við niðurdælingu, rannsóknum á notkun sjávar í stað ferskvatns og samþættingu Carbfix aðferðarinnar og svokallaðri DAC (Direct Air Capture) tækni þannig að draga megi varanlega úr styrk CO2 í andrúmslofti.

Vefur Carbfix

Hlutverk Orkuveitunnar:

Verkefnastjórn ásamt því að Hellisheiðarvirkjun og jarðhitasvæðið við Hengil eru notuð við föngun jarðhitagass og niðurdælingu.

Styrkveitandi:

Horizon 2020 – EU3.3.2 - Verkefnisnúmer 764760

Samstarfsaðilar:

Orkuveitan, Centre National de la Recherche, Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, Amphos 21 og Climeworks.

S4CE

S4CE logo

S4CE verkefnið miðar að því að þróa aðferðir til að meta vökvaflutning og hvarfvirkni jarðhitagass undir yfirborði. Jafnframt verður þróuð tækni til að greina og meta losun jarðhitagass frá jarðhitasvæðum, greina og meta áhrif smáskjálfta ásamt öðrum þróunarverkefnum. Bæði er um að ræða rannsóknir og tilraunir á rannsóknarstofum og á vettvangi.

Hlutverk Orkuveitunnar:

Við Hellisheiðavirkjun mun S4CE stefna að því að a) meta umhverfisáhrif neðanjarðar við nýtingu jarðvarma b) þróa og nýta nýja tækni c) safna gögnum á meðan verkefnið stendur yfir.

Styrkveitandi:

Horizon 2020 - EU3.3.2 - Verkefnisnúmer 764810

Samstarfsaðilar:

University College London, Université Lyon Claude Bernard, Haeliza GmbH, Imperial College of Science, Technology and Medicine, Mirico Ktd, Geothermal Engineering Ltd, TWI Ltd, Geomecon GmbH, University of Eastern Finland, Université de Bretagne Occidentale, Scientific Computing and Modelling N.V., Stadt St. Gallen, University of Iceland, Institute de Physique du Globe de Paris, NIS ad Novi Sad, Association pour la recherché et le developpement des methods et processus industirels, Eidgonessiche Technische Honchschule Zuerich, Universita degli studi di Salemo, Instytut Geofizyki Polskiej Akademii Nauk, GeoThermal Engineering GmbH and Universita degli Studi di Napolo Federico II.

GECO

GECO logo

Markmið GECO er að þróa jarðhitavirkjanir með sem allra minnstu losun koltvíoxiðs (CO2) og brennisteinsvetnis (H2S). Það byggir að stórum hluta á Carbfix-niðurdælingaraðferðinni sem þróuð hefur verið við Hellisheiðavirkjun undanfarin áratug í samstarfi við ON og innlendar og erlendar rannsóknastofnanir. Með GECO verkefninu verður Carbfix aðferðin þróuð enn frekar og henni beitt víðar. Jarðhitagasi blönduðu vatni verður dælt niður í fjórar gerðir berggrunns til að prófa hvort ekki sé hægt að beita aðferðinni víðar en hér.

Vefur GECO

Hlutverk Orkuveitunnar:

Orkuveitan er verkefnastjóri í GECO verkefninu. Lykill að því er að skilja lofttegundirnar CO2 og H2S algerlega að og verða slíkar aðferðir prófaðar við jarðhitavirkjanir ON, Hellisheiðavirkjun og Nesjavallavirkjun.

Styrkveitandi:

Horizon 2020 – EU.3.3.2 - Verkefnisnúmer 818169

Samstarfsaðilar:

Iceland GeoSurvey, Centre National de la Recherche Scientifique, Georg – Geothermal Research Cluster, Univeristy of Iceland, IFP Energies Nouvelles, Universita Degli Studi di Firenze, Graziella Green Power S.P.A, Storengy SAS, Fundacion Circe Ceontro de Investigacion de Recursosy Consumos Energeticos, Plan B CO2 BV, Zorlu Enerji Elektrik Uretim AS, United Kingdom Research and Innovation, Middle East Technical University, Consiglio Nazionale Delle Ricerche, Hochschule Mochum, Institutt for Energiteknikk and Asociation de Investigacion Metalurgba del Noroeste.

Heatstore

Heatstore logo

HEATSTORE verkefnið skoðar varmageymslu neðanjarðar sem tól til þess að mæta breytingum á framboði og eftirspurn orku. Tæknin snýst um að geta safnað og geymt varma þegar framboð er umfram eftirspurn og nýtt hann síðan þegar þessu er öfugt farið. Markmið með varmageymslu er að nýta það að varmarýmd bergs sé hærri en varmarýmd vatns til þess að viðhalda hita til lengri tíma. 24 aðilar frá níu löndum taka þátt í verkefninu. Þeir eru frá Hollandi, Sviss, Þýskalandi, Frakklandi, Danmörku, Íslandi, Belgíu, Portúgal og Spáni. Samstarfsaðilarnir koma frá iðnaði, einkaaðilum og rannsóknarsamfélaginu. Verkefnið inniheldur blöndu af sex tilrauna-verkefnum og átta ferilsrannsóknum (e. case studies). Heildarmarkmiðið snýr að því að lækka kostnað, minnka áhættu og bæta frammistöðu varmageymslu.

Vefur Heatstore

Hlutverk Orkuveitunnar:

Aðkoma Orkuveitunnar að verkefninu er í gegnum ferilsrannsókn. Hún er tvíþætt og snýr í báðum tilfellum að líkanreikningum. Annars vegar er verið að skoða geymslu á umframvarma, sem framleiddur er á Nesjavöllum á sumrin, í lághitakerfi á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar er verið að skoða samtvinnun iðnaðarlíkana og sérhæfðari líkana til að herma eftir þeim aðstæðum sem fundist gætu í djúpri borholu sem bora á í Henglinum, þ.e. aðstæðum nærri varmagjöfum.

Styrkveitandi:

rann-geo.png

Geothermica - Rannís.

Samstarfsaðilar:

TNO, IFT, KWR, ECWm UniGe, ETHZ, UniNe, UniBern, SIG, EWB, BRGM, STY, GZB, GEUS, PE, VITO, IVAR,  UPC, DH, NODA, SPIE, KWB, NIOO.

Geo-coat

Markmiðið er að þróa hagkvæmar og tæringaþolna húðun til notkunar í jarðhita. Með þeirri þróun er hægt að verja betur pípur og túrbínur gegn þeim efnum sem eru að finna í jarðhitavökva sem eiga það til að valda tæringu.

Vefur Geo-coat

Hlutverk Orkuveitunnar:

ON Power mun safna og greina vökva úr jarðhitabrunnum á Hellisheiði. Þeir munu hafa umsjón með, í samvinnu við ICI, vettvangsrannsóknir með tilliti til hönnunar og smíði á vettvangsrannsóknarhólfi fyrir jarðhita tæringarprófanir á staðnum. Einnig að innleiða lokaafurðina til að prófa í jarðgufu á viðeigandi stöðum. Það mun einnig veita sýni af jarðhitavökva til að prófa og veita nauðsynlegar upplýsingar um mikilvæga bilun í jarðvarmaframleiðslulínunni, í samvinnu við Gerosion.

Styrkveitandi:

Horizon 2020 – EU 3.3.2 - Verkefnisnúmer 764086.

Samstarfsaðilar:

TWI Limited, Weir Group PLC, University of Iceland, Universitatea Politehnica di Bucuresti, Gerosion ehf, Technovative solutions Ltd. Tehnoid Com Srl, Flowphys AS, Metav – Cerecetare Dezvoltare Srl and Innovation Center Iceland.

SPARCS

SPARCS_logo.png

Borgarvistkerfi mynda upplýsingasamfélag þar sem borgarar eru miðpunktur ákvörðunarferlisins og meðvitaðir um starfsemi borgarinnar. Forgangsverkefni er að setja upp stjórnunar- og skipulagslíkön án aðgreiningar, lífríki og ferli, þar sem fyrirtæki, borgarskipulag og tæknideildir taka þátt og borgaraleg og rannsóknarsamtök.

Vefur SPARCS

Hlutverk Orkuveitunnar:

Orkuveitan, í samstarfi við Reykjavíkurborg og önnur íslensk fyrirtæki, hefur búið til metnaðarfulla aðgerðaáætlun sem felur í sér jafnt og þétt hækkandi hlutfall rafknúinna flutningsmáta, þ.m.t. að búa til rafknúnar almenningssamgöngur.

Styrkveitandi:

Horizon 2020.

Samstarfsaðilar:

Margir.

RESULT

RESULT-logo.png

RESULT (Enhancing reservoirs in urban development) er samstarfsverkefni TNO, EBN, Engie og Huisman frá Hollandi, GDF frá Írlandi og OR og ÍSOR frá Íslandi. Fyrir vistvænar borgir (mission horizon Europe) er búist við að jarðhiti verði nýttur víða í þéttbýli til upphitunar í stað jarðefnaeldsneytis. Jarðhitanýting í þéttbýli getur verið flókin - jafnvel þó að jarðhitakerfin séu tiltölulega vel þekkt. Meginmarkmið RESULT verkefnisins er að sýna fram á möguleika á vinnsluaukningu úr jarðhitakerfum nýttum til upphitunar í þéttbýli í norðurhluta ESB.

Vefur RESULT

Hlutverk Orkuveitunnar:

Íslenski þátturinn í RESULT verkefninu sem unninn er af Orkuveitunni og ÍSOR snýr að því skoða jarðhitakerfi innan borgarmarka sem hefur verið lengi í vinnslu (e. mature field) og leita leiða til þess að auka vinnslugetu og bæta auðlindanýtingu í kerfinu. Ákveðið var að taka Elliðaárdalinn fyrir en það er kerfi sem hefur verið í vinnslu síðan 1968. Í gegnum tíðina hefur kerfið kólnað og efnabreytinga orðið vart. Markmiðið er að skoða hvort hægt sé að auka snilning á ferlunum sem liggja að baki og gera breytingar á rekstri kerfisins til að auðvelda nýtingu þess.

Styrkveitandi:

rann-geo.png

Geothermica - Rannís

Samstarfsaðilar:

TNO, EBN, Engie og Huisman frá Hollandi, GDF frá Írlandi og ÍSOR frá Íslandi.