Við nýtum samfélagsmiðla til að ná til sem flestra og til að geta átt lifandi samtal við samfélagið.
Við höfum sett okkur þessar áherslur í samræmi við samskiptastefnu OR og stefnu OR um samfélagsábyrgð.
Þar er áhersla lögð á gegnsæi í rekstrinum, hafa frumkvæði að upplýsingagjöf um starfsemi OR og dótturfyrirtækja. Við viljum einnig veita áreiðanlegar upplýsingar með aðgengilegum hætti um okkar fjölbreyttu hlutverk, verkefni, vörur og þjónustu og ekki síst ef neyðarástand skapast og mikilvægt er að ná til sem flestra.
Þessar áherslur ná til allra samfélagsmiðla OR og dótturfyrirtækja en áherslur fyrirtækja innan hennar taka mið af hlutverki hvers fyrirtækis.
OR fer fram á að öll samskipti á okkar miðlum einkennist af virðingu og kurteisi og verður hatursorðræðu eða meiðandi ummælum eytt og viðkomandi settur í ótímabundið bann frá viðkomandi miðli.