Fyrir fjölmiðla

OR og dótturfélög leggja mikið upp ur gegnsæi í rekstri sem kallar á öflugt flæði upplýsinga. Samskiptastefnan miðar að því að fyrirtækin öll séu til fyrirmyndar um upplýsingagjöf til almennings og starfsfólks.

Tengiliðir

Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi
Tengiliður fjölmiðla fyrir OR samstæðuna er Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR. 
Sími: 617-7717 / Netfang: eirikur.hjalmarsson[hjá]or.is

Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi
Tengiliður fjölmiðla fyrir Veitur og staðgengill Eiríks er Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi. 
Sími 617-7730 / Netfang: olof.snaeholm.baldursdottir[hjá]or.is

Samskiptastefna

Orkuveita Reykjavíkur skal vera til fyrirmyndar um upplýsingagjöf til almennings og samskipti við viðskiptavini og starfsfólk. Upplýsingar um starfsemina skulu vera settar fram á þann hátt að almennir lesendur fái skýra sýn á hana og tilfinningu fyrir að gegnsæi ríki í rekstrinum. Gildi Orkuveitunnar – framsýni hagsýni og heiðarleiki – skulu höfð að leiðarljósi.

OR veitir áreiðanlegar upplýsingar með aðgengilegum hætti um starfsemi fyrirtækisins – vörur þess og þjónustu – og verði brestur á þjónustu eða neyðarástand.

Starfsfólk OR sýnir jákvæðni og þjónustulund við upplýsingagjöf.

OR hefur frumkvæði að upplýsingamiðlun við almenning og bregst við röngum eða villandi upplýsingum í opinberri umræðu um fyrirtækið og starfsemi þess. 

OR greinir hagsmunaaðila sína eftir mikilvægi þeirra fyrir reksturinn og markmið hans, hefur gagnkvæm samskipti við þá með skipulegum hætti og kynnir sér áherslur þeirra.

OR ástundar upplýsingavernd s.s. vegna hagsmuna fyrirtækisins, starfsmanna eða viðskiptavina og virðir lög og reglur um upplýsingagjöf, persónuvernd og upplýsingavernd. 

 

[Stefna yfirfarin og breytt á fundi Stefnuráðs 14.08.2018]

 

Myndefni

Myndbönd

Smelltu hér til að nálgast myndbönd af ýmsu tagi á rás OR hjá Vimeo.

Ljósmyndir

Myndir frá starfsstöðvum okkar sem fjölmiðlum og áhugasömum aðilum er frjálst að nota.

ElliðaárstöðElliðaárstöð - JPG 2,08 MB

 

Elliðaárstöð úr drónaElliðaárstöð úr dróna - JPG 0,67 MB

 

BorholaBorhola - JPG 1,68 MB

 

DeildartunguhverDeildartunguhver - JPG 0,96 MB

 

DeildartunguhverDeildartunguhver - JPG 1,23 MB

 

Elliðavatn / HellisheiðiElliðavatn / Hellisheiði - JPG 2,28 MB

 

Fráveitustöð við FaxaskjólFráveitustöð við Faxaskjól - JPG 3,03 MB

 

Hitaveitulögn yfir LeiráHitaveitulögn yfir Leirá - JPG 2,05 MB

 

HeiðmörkHeiðmörk - JPG 1,59 MB

 

VatnsendakrikarVatnsendakrikar - JPG 1,92 MB

 

BæjarhálsBæjarháls - JPG 0,78 MB

 

BæjarhálsBæjarháls - JPG 0,58 MB

 

Upplýsingalögin

Samkvæmt upplýsingalögunum á almenningur rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum  sem varða tiltekið mál. Sá réttur takmarkast af ákvæðum 6.–10. gr. laganna, sem snúa m.a. að gögnum um málefni starfsmanna auk þess sem fyrirtækinu er almennt ekki skylt að afhenda vinnugögn. Einkahagsmunir einstaklinga og fyrirtækja og almannahagsmunir geta takmarkað þennan rétt og gert Orkuveitu Reykjavíkur óheimilt að afhenda tiltekin gögn. Af því að almenningur á OR getur verið að við synjum beiðni um gögn ef það t.d. skaðar samkeppnisstöðu OR eða dótturfyrirtækja.

Ef þú vilt fá aðgang að gögnum þá biðjum við þig að fylla út þar til gert eyðublað. Á því tiltekur þú gögnin sem þú vilt fá aðgang að eða efni þess máls sem þau tilheyra með nægilega skýrum hætti svo við getum áttað okkur sem best á því hvað þú ert að biðja um. Við afgreiðum beiðnina þína svo fljótt sem verða má.

PDF iconBeiðni um aðgang að gögnum.pdf

 

 

Ljós- og kvikmyndatökur

Orkuveitu Reykjavíkur er falin mikil ábyrgð á þeim auðlindum sem hún nýtir. Ábyrgðin felst í því að vinna eftir hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og því að tryggja sjálfbæra nýtingu, það er að komandi kynslóðir búi við sömu tækifæri og núlifandi kynslóðir til að nýta auðlindirnar og að unnt sé að staðfesta að þannig sé að verki staðið.

Ljósmynda- og kvikmyndatökur á jörðum Orkuveitu Reykjavíkur í atvinnuskyni eru háðar samþykki.

Vinsamlegast fylltu út og undirritaðu meðfylgjandi form og sendu á or@or.is.

PDF iconLeyfisumsókn - kvikmynda- og ljósmyndatökur í atvinnuskyni