Fundargerð stjórnar #278 (fundargögn)

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2019, mánudaginn 26. ágúst kl. 15:00 var haldinn 278. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1 og um síma.

 

Fundarmenn: Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Sigríður Rut Júlíusdóttir, Hildur Björnsdóttir, Eyþór Laxdal Arnalds, Valgarður Lyngdal Jónsson og Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir.

 

Einnig sat fundinn Bjarni Bjarnason, forstjóri, Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála, Bjarni Freyr Bjarnason, aðstoðarmaður framkvæmdastjóra fjármála, Bryndís María Leifsdóttir, forstöðumaður reikningshalds, Lárus Finnbogason, formaður endurskoðunarnefndar, Davíð Arnar Einarsson og Bjarni Már Jóhannesson, endurskoðendur.

 

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

 

Þetta gerðist:

 

 

  1. Ingvar kynnti samandreginn árshlutareikning samstæðu OR 1. janúar til 30. júní 2019 og óverulegar breytingar sem orðið hafa frá kynningu á stjórnarfundi 19. ágúst sl. Umræður.

Formaður endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar gerði grein fyrir umsögn endurskoðunarnefndar um reikninginn.

Endurskoðendur gerðu grein fyrir könnun á reikningnum. Könnunin er án athugasemda og fyrirvara.

Reikningurinn borinn upp og samþykktur samhljóða.

 

 

 

 

Fleira gerðist ekki.

 

Fundi slitið kl. 15:22.
 
Næsti fundur stjórnar er fyrirhugaður þann 23. september 2019.

 

Brynhildur Davíðsdóttir,

Gylfi Magnússon, Sigríður Rut Júlíusdóttir,

Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir,

Valgarður Lyngdal Jónsson, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir.