Fundargerð stjórnar #277 (fundargögn)

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2019, mánudaginn 19. ágúst kl. 13:00 var haldinn 277. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

 

Fundarmenn: Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Sigríður Rut Júlíusdóttir, Hildur Björnsdóttir, Björn Gíslason í fjarveru Eyþórs Laxdal Arnalds, Valgarður Lyngdal Jónsson og Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir.

 

Einnig sat fundinn Bjarni Bjarnason, forstjóri.

 

Fundarritari var Íris Lind Sæmundsdóttir.

 

Þetta gerðist:

 

 1. Fundargerð SF 276 samþykkt og undirrituð.

 

 1. Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála, Bryndís María Leifsdóttir, forstöðu­maður reikningshalds, og Bjarni Freyr Bjarnason, aðstoðarmaður fram­kvæmdastjóra fjár­mála, mættu til fundarins og kynntu drög að árshlutareikningi, 6 mánaða uppgjöri samstæðunnar, sem lögð voru fram.

 

 1. Sunna Jóhannesdóttir og Lárus Finnbogason, frá innri endurskoðunarnefnd Reykja­víkur­borgar mættu til fundarins og gerðu grein fyrir helstu verkefnum nefndarinnar á liðnu starfsári.

 

 1. Lögð var fram áhættuskýrsla, dags. 31. júlí 2019, sem Ingvar gerði grein fyrir.

 

 1. Anna Margrét Jóhannesdóttir, Hallur Símonarson, og Guðjón Hlynur Guðmundsson, frá Innri endurskoðun mættu til fundarins kl. 13:40, og lögðu fram áfangaskýrslu innri endur­skoðunar, þar sem gerð er grein fyrir úttekt á fjárfestingaferlum.

 

 1. Rýni arðsstefnu og fjárstýringar- og áhættustefnu frestað.

 

 1. Rýni ÖHV-stefnu frestað.  

 

 1. Stjórnarformaður lagði fram og kynnti drög að mati á störfum forstjóra sem var sam­þykkt samhljóða af stjórn. Forstjóri vék af fundi á meðan.

 

 1. Klukkan 14:45 mættu til fundarins Grettir Adolf Haraldsson, verkefnastjóri endurbóta vesturhúss, Ögmundur Skarphéðinsson, arkitekt, Ólafur Hersisson, arkitekt, og Magnús Már Einarsson, hópstjóri rekstrarþjónustu, sem gerðu grein fyrir stöðu mála varðandi endurbætur vesturhúss, Bæjarháls 1, niðurstöðum forhönnunar og tímaáætlun m.t.t. útboðs og framkvæmdar. Áfram verði haldið undirbúningi verkefnisins samkvæmt kynntri tímaáætlun. Umræður.

 

 1. Klukkan 15:20 mættu til fundarins Edda Sif Aradóttir, staðgengill framkvæmdastjóra Þróunar, Hildi­­gunnur H. Thorsteinsson, framkvæmdastjóri þróunar og Hólmfríður Sigurðar­dóttir, umhverfisstjóri OR og gerði Edda grein fyrir CarbFix verkefninu og tengdum verk­efn­um. Umræður.

 

 1. Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri lagði fram og kynnti minnisblað um umhverfis­mælikvarða dags. 15. ágúst 2019.  

 

 1. Hildigunnur H. Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Þróunar lagði fram og kynnti minnis­blað um stöðu forðagæslu, dags. 16. ágúst 2019. Umræður.

 

 1. Forstjóri lagði fram og kynnti skýrslu sína, dags. 15. ágúst 2019, um starfsemina á milli stjórnarfunda. Umræður.

 

 1. Niðurstöður KPMG, dags. maí 2019, vegna mats stjórnar á eigin störfum lagðar fram. 

 

 

 

 

Fleira gerðist ekki.

 

Fundi slitið kl. 16:40
 
Næsti fundur stjórnar er fyrirhugaður þann 23. september 2019.

 

Brynhildur Davíðsdóttir,

 Björn Gíslason, Gylfi Magnússon, Hildur Björnsdóttir,

Sigríður Rut Júlíusdóttir, Valgarður Lyngdal Jónsson, Lilja Björg Ágústsdóttir.