Fundargerð stjórnar #276 (fundargögn)

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2019, mánudaginn 24. júní kl. 13:00 var haldinn 276. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

 

Fundarmenn: Gylfi Magnússon, Sigríður Rut Júlíusdóttir, Hildur Björnsdóttir, Páll Gestsson, í fjarveru Brynhildar Davíðsdóttur, Katrín Atladóttir, í fjarveru Kjartans Magnússonar, Valgarður Lyngdal Jónsson og Lilja Björg Ágústsdóttir í fjarveru Halldóru Lóu Þorvaldsdóttur.

 

Einnig sat fundinn Bjarni Bjarnason, forstjóri.

 

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

 

Þetta gerðist:

 

 1. Fundargerð SF 275 samþykkt og undirrituð.

 

 1. Bjarni Freyr Bjarnason, aðstoðarmaður framkvæmdastjóra fjármála, mætti til fundarins og gerði grein fyrir stöðu fjármögnunar. Áhættuskýrsla, dags. 12. júní 2019 lögð fram. Skjöl vegna bankaviðskipta undirrituð. Klukkan 13:20 yfirgaf Bjarni Freyr fundinn.

 

 1. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga starfskjaranefndar, sem frestað var á síðasta fundi, um starfskjör forstjóra. Tillögunni fylgir greinargerð.

 

Tillaga starfskjaranefndar er að laun forstjóra hækki úr 2.371.889 í 2.502.343,- (5,5%) þann 1. mars 2019 að undangengnu frammistöðumati.

 

Forstjóri og ritari viku af fundi kl 13:22. Tillagan samþykkt með 5 atkvæðum gegn 1 atkvæði Valgarðs Lyngdal, sem óskar bókað:

 

Á síðasta aðalfundi Orkuveitu Reykjavíkur var ákveðið að laun stjórnarmanna skyldu hækkuð um 3,7%. Var sú ákvörðun í samræmi við vel rökstudda tillögu starfskjaranefndar, þar sem tekið var mið af ástandi á vinnumarkaði og óvissu í íslensku efnahagslífi. Undirritaður telur að þar hafi verið sýnt ákveðið fordæmi og að rétt væri af stjórn OR að halda sig við það nú við ákvörðun launa forstjóra OR. Hæfileg hækkun á launum forstjóra væri því að mati undirritaðs 3,7%.

 

Klukkan 13:30 tóku forstjóri og ritari sæti á fundinum að nýju.

 

 1. Klukkan 13:35 mætti Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi, Heiða Aðalsteinsdóttir og Grettir Haraldsson til fundarins ásamt sigurvegurum samkeppni um sögu- og tæknisýningu í Elliðaárdal og kynntu vinningstillögu samkeppninnar.

Lögð fram svohljóðandi tillaga. Tillögunni fylgir greinargerð:

 

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur felur forstjóra að láta vinna foráfanga að sögu- og tæknisýningu í Elliðaárdal, í kjölfar nýafstaðinnar hugmyndasamkeppni. Foráfangi felur í sér frekari útfærslu sigurvegara hugmyndasamkeppninnar á vinningstillögunni, samning við Borgarsögusafn á grundvelli viljayfirlýsingar dags. 28. nóvember 2017 og vinnu verkefnisstjóra. Áætlaður kostnaður við áfangann er 38 mkr. án virðisaukaskatts.

 

Tillagan samþykkt samhljóða. Klukkan 13:50 viku tillöguhöfundar af fundi.

 

 

 1. Klukkan 14:05 mætti Jakob S. Friðriksson viðskiptaþróunarstjóri til fundarins og kynnti svohljóðandi tillögu um að selja eignarhlut í Hagavatnsvirkjun. Tillögunni fylgir greinargerð:

 

Stjórn Orkuveitur Reykjavíkur heimilar forstjóra að selja eignarhlut fyrirtækisins í Hagavatnsvirkjun ehf. á nafnvirði hlutafjár.

 

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

 1. Klukkan 14:10 mætti Íris Lind Sæmundsdóttir lögmaður til fundarins og lagði persónuverndarstefnu til rýni. Stefnan rýnd og samþykkt með smávægilegum orðalagsbreytingum.

 

 1. Lögð fram svohljóðandi bókun frá fundi borgarstjórnar Reykjavíkur frá 18. júní 2019:

 

Fram fer kosning í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur til eins árs. Lagt er til að Brynhildur Davíðsdóttir, Sigríður Rut Júlíusdóttir, Gylfi Magnússon, Eyþór Laxdal Arnalds og Hildur Björnsdóttir taki sæti í stjórninni og Auður Hermannsdóttir, Margrét Björnsdóttir, Páll Gestsson, Katrín Atladóttir og Björn Gíslason taki sæti til vara.

Jafnframt er lagt til að Brynhildur Davíðsdóttir verði formaður stjórnarinnar og Gylfi Magnússon verði varaformaður.
Samþykkt.

 

Samþykkt að fela forstjóra að boða eigendafund til að lýsa kjöri stjórnar, að höfðu samráði við eigendur.

 

 1. Klukkan 14:25 mætti Hólmfríður Sigurðardóttir umhverfisstjóri til fundarins og lagði umhverfis- og auðlindastefnu fram til rýni. Hólmfríður fór yfir stefnuna og lagði til orðalagsbreytingar. Stefnan rýnd og samþykkt samhljóða með orðalagsbreytingunum.

 

 1. Hólmfríður fór yfir stöðu umhverfismælikvarða og kynnti minnisblað um stöðu umhverfismælikvarða, dags. 20. júní 2019.  

 

 1. Hildigunnur H. Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Þróunar kom á fundinn kl. 15:00, lagði fram og kynnti minnisblað um stöðu forðagæslu, dags. 20. júní 2019. Umræður.

 

 1. Klukkan 15:05 mættu Edda Sif Aradóttir, Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir og Heiða Aðalsteinsdóttir frá Þróun og kynntu ásamt Hildigunni H. Thorsteinsson verkefni um framtíðarsýn hitaveitu til 100 ára.

 

 1. Klukkan 15:40 mætti Bjarni Freyr Bjarnason, aðstoðarmaður framkvæmdastjóra fjármála til fundarins að nýju og gerði grein fyrir stöðu og þróun vatnsgjaldsmála.

 

 1. Forstjóri lagði fram og kynnti skýrslu sína, dags. 20. júní 2019, um starfsemina á milli stjórnarfunda. Umræður.

 

 1. Önnur mál.

 

 • Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur fagnar viljayfirlýsingu sem ríkisstjórn Íslands, Orkuveita Reykjavíkur og stóriðjan undirrituðu þann 18. júní sl., þar sem fram kemur vilji aðila til að kanna til hlítar hvort CarbFix aðferðin sem Orkuveita Reykjavíkur hefur þróað í samstarfi við Hálskóla Íslands og erlenda aðila geti orðið raunhæfur kostur, bæði tæknilega og fjárhagslega, til þess að draga úr losun CO2 frá stóriðju á Íslandi.

 

 • Rætt um fundartíma stjórnar. Ákveðið að ritari sendi tillögu til stjórnarmanna um að færa fundartíma fyrir hádegi 4. mánudags í mánuði.

 

 

Fleira gerðist ekki.

 

Fundi slitið kl. 16:30.
 
Næsti fundur stjórnar er fyrirhugaður þann 26. ágúst 2019.

 

Gylfi Magnússon,

Hildur Björnsdóttir, Katrín Atladóttir, Páll Gestsson,

Sigríður Rut Júlíusdóttir, Valgarður Lyngdal Jónsson, Lilja Björg Ágústsdóttir.