Fundargerð stjórnar #275 (fundargögn)

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2019, mánudaginn 27. maí kl. 13:00 var haldinn 275. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

 

Fundarmenn: Gylfi Magnússon, Sigríður Rut Júlíusdóttir, Hildur Björnsdóttir, Páll Gestsson, í fjarveru Brynhildar Davíðsdóttur, Valgarður Lyngdal Jónsson og Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir.

 

Einnig sat fundinn Bjarni Bjarnason og Guðrún Erla Jónsdóttir, stefnustjóri.

 

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

 

Þetta gerðist:

 

 1. Fundargerð SF 274 samþykkt og undirrituð.

 

 1. Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála og Bryndís María Leifsdóttir, forstöðumaður reikningshalds kynntu árshlutauppgjör 1. ársfjórðungs. Reikningurinn borinn upp og samþykktur samhljóða. Klukkan 13:40 yfirgaf Bryndís María fundinn.

 

 1. Ingvar kynnti stöðu fjármögnunar. Áhættuskýrsla, dags. 17. maí 2019 lögð fram. Umræður. Klukkan 14:30 yfirgaf Ingvar fundinn.

 

 1. Klukkan 14:30 mættu Hallur Símonarson og Anna Margrét Jóhannesdóttir frá innri endurskoðun og kynntu yfirlit yfir stöðu úrlausna ábendinga og athugasemda úr úttektum. Lögð fram endurskoðunaráætlun 2019-2020 ásamt erindi endurskoðunarnefndar, dags. 23. maí 2019. Áætlunin borin upp og samþykkt samhljóða.

 

 1. Klukkan 15:00 mættu Kristín Aðalheiður Birgisdóttir og Helga Harðardóttir frá KPMG til fundarins, lögðu fram og kynntu árangursmat stjórnar sem unnið var af KPMG. Forstjóri og ritari stjórnar viku af fundi undir þessum lið. Klukkan 15:40 yfirgáfu Kristín og Helga fundinn.

 

 1. Klukkan 15:45 komu á fundinn Kristjana Kjartansdóttir, gæðastjóri og Skúli Skúlason, framkvæmdastjóri Þjónustu. Kristjana lagði gæðastefnu fram til rýni og kynnti tillögu að breytingum. Skúli kynnti niðurstöður mælinga á þjónustuvísum. Drög að breyttri gæðastefnu lögð fram og samþykkt samhljóða með breyttu orðalagi. Klukkan 16:05 yfirgáfu Kristjana og Skúli fundinn.

 

 1. Klukkan 16:05 komu Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri og Hildigunnur H. Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Þróunar á fundinn. Lagt fram  minnisblað um stöðu umhverfismælikvarða, dags. 21. maí 2019 og um stöðu forðagæslu, dags. 21. maí 2019. Umræður. Klukkan 16:20 yfirgáfu Hólmfríður og Hildigunnur fundinn.

 

 1. Guðrún Erla Jónsdóttir stefnustjóri kynnti verkefnisáætlun heildarstefnu stjórnar OR. Verkefni verða þróuð áfram og kynnt stjórn í haust.

 

 1. Guðrún Erla kynnti framvindu stefnuverkefna.

 

 Klukkan 16:00 yfirgáfu Guðrún Erla og Hildur Björnsdóttir fundinn.

 

 1. Lagt fram svar við fyrirspurn Halldóru Lóu Þorvaldsdóttur, varðandi fráveitu gjaldskrá og fjárfestingar í Borgarbyggð. Fyrirspurnin var lögð fram á milli funda.

 

 1. Elín Smáradóttir gerði grein fyrir stöðu úrvinnslu ábendinga, sem fram komu í úttektarskýrslu innri endurskoðunar frá 2018.

 

 1. Forstjóri lagði fram og kynnti skýrslu sína, dags. 27. maí 2019, um starfsemina á milli stjórnarfunda. Umræður.

 

 1. Umræður um kjör forstjóra. Ritari stjórnar vék af fundi. Forstjóri gerði grein fyrir sínum sjónarmiðum og vék að því búnu af fundi. Frestað.

 

 

 

Fleira gerðist ekki.

 

Fundi slitið kl. 17:25.  
 
Næsti fundur stjórnar er fyrirhugaður þann 24. júní 2019.

 

Gylfi Magnússon,

Hildur Björnsdóttir, Páll Gestsson,

Sigríður Rut Júlíusdóttir, Valgarður Lyngdal Jónsson, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir.