Fundargerð stjórnar #274 (fundargögn)

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2019, mánudaginn 8. apríl kl. 13:00 var haldinn 274. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

 

Fundarmenn: Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Sigríður Rut Júlíusdóttir, Katrín Atladóttir, í fjarveru Kjartans Magnússonar, Hildur Björnsdóttir, Valgarður Lyngdal Jónsson og Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir sem tók þátt um síma.  

 

Einnig sat fundinn Bjarni Bjarnason.

 

Fundarritari var Íris Lind Sæmundsdóttir.

 

 

 

Þetta gerðist:

 

  1. Fundargerð SF 273 samþykkt og undirrituð. Fundargerð aðalfundar lögð fram.

 

  1. Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála kynnti stöðu fjármögnunar, vinnu við skoðun uppskiptingar ON. Eftirfarandi var bókað:

 

Stjórn OR styður áframhaldandi vinnu við áform um uppskiptingu Orku náttúrunnar ohf. í ljósi þeirrar óvissu um hvort fyrirtækið megi halda USD starf­rækslumiðli áfram þar sem tekjur í ISK hafa hlutfallslega hækkað meira heldur en tekjur í USD.

 

Lögð var fram áhættuskýrsla, dags. 29. mars 2019 sem Ingvar og Gísli Björn Björnsson gerðu grein fyrir.

 

Klukkan 14:00 yfirgáfu Ingvar og Gísli Björn fundinn og kom þá inn á hann Hildigunnur H. Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Þróunar OR.

 

  1. Minnisblað um stöðu umhverfismælikvarða, dags. 4. apríl 2019 lagt fram.

 

  1. Lagt var fram minnisblað um stöðu forðagæslu, dags. 21. mars 2019 sem Hildigunnur gerði grein fyrir.

 

Klukkan 14:15 yfirgaf Hildigunnur fundinn.

 

  1. Lagt fram og rætt svar ritara stjórnar, dags. 8. apríl 2019, vegna fyrirspurnar Halldóru Lóu Þorvaldsdóttur, áheyrnarfulltrúa Borgarbyggðar um aðgengi og aðkomu að Deildartunguhver.

 

  1. Forstjóri lagði fram og kynnti skýrslu sína, dags. 5. apríl 2019, um starfsemina á milli stjórnarfunda. Umræður.

 

  1. Önnur mál.

 

  1. Lagt fram fundarboð starfshóps um viðræður við kaup ríkisins á hlutum í Landsneti, dags. 4. apríl 2019, vegna fundar sem haldinn verður 11. apríl 2019.

 

  1. Brynhildur upplýsti að hún verði fjarverandi næstu tvo mánuði. Gylfi Magnússon mun á meðan stýra störfum stjórnar og Hildur Björnsdóttir mun taka sæti í dómnefnd um hugmyndasamkeppni um sýningu í Elliða­árstöðinni. 

 

 

 

 

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 15:00.  
 
Næsti fundur stjórnar er fyrirhugaður þann 27. maí 2019.

 

Brynhildur Davíðsdóttir,

Gylfi Magnússon, Hildur Björnsdóttir, Katrín Atladóttir,

Sigríður Rut Júlíusdóttir, Valgarður Lyngdal Jónsson, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir.