Fundargerð stjórnar #273 (fundargögn)

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2019, mánudaginn 25. mars kl. 13:00 var haldinn 273. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

 

Fundarmenn: Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Sigríður Rut Júlíusdóttir, Kjartan Magnússon, Hildur Björnsdóttir, Guðjón Viðar Guðjónsson og Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir.  

 

Einnig sat fundinn Bjarni Bjarnason.

 

Fundarritari var Elín Smáradóttir

 

Þetta gerðist:

 

  1. Fundargerðir SF 271 og SF 272 samþykktar og undirritaðar.

 

  1. Lögð fram heildarstefna eftir rýni stjórnar. Stefnan leggur ákveðnar stefnuáherslur þar sem skilgreind eru sérstök lykilverkefni. Meðal þeirra er heildstæð úttekt á stöðu auðlinda og forða, greining á áhrifum loftslagsbreytinga á samstæðuna, áhersla á þjónustu og afhendingaröryggi dreifiveitna og greining á félagaformi og uppbyggingu samstæðunnar. Heildarstefna samþykkt samhljóða. forstjóra falin nánari útfærsla lykilverkefnanna.

 

Skúli Skúlason framkvæmdastjóri Þjónustu kynnti framtíðarsýn og áskoranir Þjónustu og Ingvar Stefánsson framkvæmdastjóri Fjármála kynnti framtíðarsýn og áskoranir Fjármála.

 

  1. Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála kynnti stöðu fjármögnunar, áhættuskýrslu og skuldabréfaútboð. Einnig úrbætur stjórnenda vegna ábendinga endurskoðenda í ársreikningi 2018.

 

Bryndís María Leifsdóttir, forstöðumaður reikningshalds, mætti til fundarins kl 14 og kynnti ársreikning móðurfélags Orkuveitu Reykjavíkur fyrir árið 2018 ásamt Davíð Arnari Einarssyni, endurskoðanda KPMG. Reikningurinn samþykktur og áritaður.

 

  1. Víðir Ragnarsson mætti til fundarins kl. 15:20, lagði fram til rýni, starfsmannastefnu, siðareglur og starfskjarastefnu. Stefnurnar ásamt siðareglum samþykktar samhljóða.

 

  1. Undirbúningur aðalfundar. Lagðar fram svohljóðandi tillögur vegna aðalfundar 2019:

 

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir að leggja til við aðalfund að Grant Thornton endurskoðunarfyrirtæki verði kosið endurskoðunarfélag Orkuveitu Reykjavíkur árið 2019.

Samþykkt samhljóða

 

Áður samþykkt á stjórnarfundi 14. mars 2019: Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) samþykkir að gera tillögu til aðalfundar um arðgreiðslu að fjárhæð 1.500 milljónir króna. Tillagan felur í sér að fjárhagsleg skilyrði eru uppfyllt fyrir og eftir arðgreiðslu samkvæmt fjárhagsspá yfir tímabilið 2019-2024.

 

Starfskjaranefnd Orkuveitu Reykjavíkur leggur til við stjórn Orkuveitu Reykjavíkur að eftirfarandi tillaga verði samþykkt:

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur leggur til við aðalfund að stjórnarlaun ársins 2018 verði kr. 175.560 á mánuði fyrir aðalmann og tvöföld sú fjárhæð fyrir formann. Greiðslur til varamanna verði kr. 49.155 á fund.

Guðjón Viðar Guðjónsson leggur fram eftirfarandi tillögu:

Þar sem óvissa er á vinnumarkaði og ekki hefur tekist að gera kjarasamninga milli deiluaðila þá legg ég til að fresta afgreiðslu til næsta stjórnarfundar, tillögu starfskjaranefndar um hækkun þóknunar til stjórnar Orkuveitunnar.

Guðjón Viðar Guðjónsson

Stjórnarmaður fyrir Akraneskaupstað

 

Tillagan felld með atkvæðum allra stjórnarmanna nema Guðjóns Viðars Guðjónssonar, sem greiðir atkvæði með tillögunni.

 

Tillaga starfskjaranefndar borin upp og samþykkt með öllum atkvæðum nema atkvæði Guðjóns Viðars Guðjónssonar, sem greiðir atkvæði gegn tillögunni og óskar bókað:

Vegna óvissu á vinnumarkaði og ekki hefur verið gengið frá kjarasamningum þá telur undirritaður ekki tímabært að ákvarða þóknun til stjórnar.

 

  1. Minnisblað um stöðu umhverfismælikvarða dags. 19. mars 2019 lagt fram.

 

  1. Minnisblað um stöðu forðagæslu, dags. 21. mars 2019 lagt fram.

 

  1. Forstjóri lagði fram og kynnti skýrslu sína, dags. 21. mars 2019, um starfsemina á milli stjórnarfunda. Umræður.

 

  1. Önnur mál.
  • Lagt fram erindi Orkusenatsins, dags. 14. mars 2019, þar sem fagnað er hugmyndasamkeppni um Elliðaárdal.

 

 

 

 

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 16:10.  
 
Næsti fundur stjórnar er fyrirhugaður þann 8. apríl 2019.

 

Brynhildur Davíðsdóttir,

Guðjón Viðar Guðjónsson, Gylfi Magnússon, Hildur Björnsdóttir, Kjartan Magnússon,

Sigríður Rut Júlíusdóttir, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir.