Fundargerð stjórnar #271 (fundargögn)

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2019, mánudaginn 25. febrúar kl. 13:00 var haldinn 271. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

 

Fundarmenn: Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Sigríður Rut Júlíusdóttir, Kjartan Magnússon, Hildur Björnsdóttir, Guðjón Viðar Guðjónsson og Lilja Björg Ágústsdóttir.

 

Einnig sátu fundinn Bjarni Bjarnason, forstjóri, og Guðrún Erla Jónsdóttir, stefnustjóri.

 

Fundarritari var Íris Lind Sæmundsdóttir.

 

Þetta gerðist:

 

 1. Fundargerð SF 270 lögð fram, samþykkt og undirrituð.

 

 1. Klukkan 13:10 mætti Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála til fundarins og gerði grein fyrir stöðu fjármála. Lögð fram áhættuskýrsla, dags. 31. janúar 2019.

 

 1. Ingvar lagði fram og kynnti drög að ársreikningi samstæðunnar 2018. Ráðgert er að símafundur verði boðaður 14. mars 2019 til formlegrar afgreiðslu hans.  

 

 1. Ingvar og Bjarni gerðu grein fyrir helstu forsendum uppskiptingar OR til undirbúnings fyrir stefnumótun í samstæðu OR.

 

Samþykkt að boða til vinnufundar stjórna í samstæðu OR, með Bjarna Snæbirni Jónssyni, stefnumótunarráðgjafa ásamt stjórnum dótturfélaga.

 

 1. Klukkan 14:15 komu á fundinn Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR, og Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri OR, og lögðu fram og gerðu grein fyrir drögum að ársskýrslu OR 2018.

 

Samþykkt.

 

 1. Hólmfríður Sigurðardóttir lagði fram og kynnti minnisblað um stöðu umhverfis­mælikvarða, dags. 21. febrúar 2019.

 

 1. Klukkan 15:00 kom á fundinn Hildigunnur H. Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Þróunar OR, og lagði hún fram og kynnti minnisblað um stöðu forðagæslu, dags. 20. febrúar 2019.

 

 1. Lögð var fram skýrsla regluvarðar, dags. 20. febrúar 2019, fyrir árið 2018.

 

 1. Klukkan 15:00 kom á fundinn Sólrún Kristjánsdóttir, mannauðsstjóri OR og lagði fram uppfærð drög að jafnréttisstefnu samstæðunnar. Lagðar eru til gagngerar breytingar á stefnunni.

 

Samþykkt.

 

 1. Klukkan 15:05 mætti Birgitta Vigfúsdóttir, þjónustustjóri innkaupa til fundarins og gerði hún grein fyrir árlegri rýni á innkaupastefnu auk þess að leggja til breytingar á innkaupastefnu samstæðunnar. Samþykkt með svohljóðandi orðalagsbreytingu á fyrsta áherslupunkti fyrstu málgreinar stefnunnar:

 

 •  

 

Samþykkt.

 

 1. Lagt fram svar við fyrirspurn Kjartans Magnússonar og Hildar Björnsdóttur varðandi borútboð OR samstæðunnar. Einnig lagt fram erindi Alvarr, dags. 12. febrúar 2019, ásamt fylgiskjali, dags. 7. desember 2018, um borun ferskvatnsholna í Engidal. Upplýst að stjórn ON hefur falið framkvæmdastjóra ON að svara bréfritara. Umræður.

 

 1. Klukkan 15:30 kom á fundinn Anna Margrét Björnsdóttir, skjalastjóri OR og gerði grein fyrir árlegri rýni á stefnu um skjala- og upplýsingastjórnun. Ekki eru lagðar til breytingar á stefnunni og því lagt til að hún verði samþykkt óbreytt.

 

Samþykkt.

 

 1. Lagt fram tilboð KPMG um framkvæmd árangursmats stjórnar og lagt til að því verði tekið.  

 

Samþykkt.

 

 1. Lagt fram svar ON við fyrirspurn sem lögð var fram á síðasta stjórnarfundi OR um markaðsmál. Sérstaklega áréttað að fyrirspurnin varðar upplýsingar frá ON sem starfar á samkeppnismarkaði raforkusölu. Upplýsingar er varða markaðssókn og við­skipta­mannahóp fyrirtækisins á almennum markaði eru viðkvæmar og því skal ríkja trúnaður um þær.

 

 1. Forstjóri lagði fram og kynnti skýrslu sína, dags. 21. febrúar 2019, um starfsemina á milli stjórnarfunda. Umræður.

 

 

 

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 16:15
Næsti fundur stjórnar verður haldinn um síma þann 14. mars 2019.
Næsti reglulegi fundur stjórnar er fyrirhugaður 25. mars 2019.

 

Brynhildur Davíðsdóttir,

Guðjón Viðar Guðjónsson, Gylfi Magnússon, Hildur Björnsdóttir, Kjartan Magnússon,

Sigríður Rut Júlíusdóttir, og Lilja Björg Ágústsdóttir.