Fundargerð stjórnar #270 (fundargögn)

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2019, mánudaginn 28. janúar kl. 13:00 var haldinn 270. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

 

Fundarmenn: Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Sigríður Rut Júlíusdóttir, Kjartan Magnússon, Hildur Björnsdóttir, Guðjón Viðar Guðjónsson og Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir.

 

Einnig Bjarni Bjarnason, forstjóri.

 

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

 

Þetta gerðist:

 

 

 1. Fundargerð SF 269 lögð fram, samþykkt og undirrituð.

 

 1. Klukkan 13:10 mætti Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála til fundarins og gerði grein fyrir stöðu fjármögnunar. Lögð fram áhættuskýrsla, dags. 31.12.2018.

 

Lögð fram svohljóðandi tillaga varðandi sölu á hlut í Neyðarlínunni. Tillögunni fylgir greinargerð:

 

Stjórn Orkuveitu Reykjavikur (OR) heimilar forstjóra/fjármálastjóra að ganga til samninga við Reykjavíkurborg um kaup Reykjavíkurborgar á eignarhlut OR í Neyðarlinunni ohf. á kr. 12.472.058. Heimildin tekur einnig til þess að ganga frá öllum skjölum vegna sölunnar.

Samþykkt samhljóða.

 

 1. Klukkan 13:30 mætti Hólmfríður Sigurðardóttir til fundarins og gerði grein fyrir breyttri framsetningu á stefnu um vistvænar samgöngur. Samþykkt samhljóða.

 

 1. Klukkan 13:35 mætti Eiríkur Hjálmarsson til fundarins og gerði ásamt Hólmfríði grein fyrir drögum að ársskýrslu 2018.

 

 1. Hólmfríður Sigurðardóttir lagði fram og kynnti minnisblað um stöðu umhverfismælikvarða, dags. 24.01.2019. Minnisblað um stöðu forðagæslu, dags. 23. janúar 2019 lagt fram.

 

 1. Klukkan 14:00 mætti Sólrún Kristjánsdóttir mannauðsstjóri til fundarins og kynnti niðurstöðu vinnustaðagreiningar sem framkvæmd var í desember 2018.

 

 1. Sólrún Kristjánsdóttir lagði fram til rýni jafnréttisstefnu samstæðunnar. Umræður. Afgreiðslu frestað. Einnig gerð grein fyrir framkvæmdaáætlunum jafnréttisnefnda.

 

 1. Klukkan 15:00 mættu Jakob S. Friðriksson viðskiptaþróunarstjóri, Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar og Inga Dóra Hrólfsdóttir framkvæmdastjóri Veitna til fundarins og kynntu stöðu verkefna við rafvæðingu samganga.

 

 1. Elín Smáradóttir kynnti verklag og stöðu á úrvinnslu ábendinga í úttektarskýrslu Innri endurskoðanda á vinnustaðamenningu og mannauðsmálum hjá Orkuveitu Reykjavíkur.

 

Kjartan Magnússon yfirgaf fundinn kl. 16:20.

 

 1. Klukkan 16:20 mætti Guðrún Erla Jónsdóttir stefnustjóri til fundarins og kynnti stefnuáætlun OR, dótturfélaga og eininga fyrir árið 2019.

 

 1. Forstjóri kynnti stefnuverkefni til næstu fimm ára, Marmiðin.

 

 1. Lögð fram svör við fyrirspurnum um örplast í drykkjarvatni, dags. 18. desember 2018 og stöðu verkefna í Borgarbyggð.

 

 1. Forstjóri lagði fram og kynnti skýrslu sína um starfsemina á milli stjórnarfunda. Umræður.

 

 1. Önnur mál.

 

 • Guðjón Viðar Guðjónsson óskar bókað:

Undirritaður lagði til vegna aðstæðna sem komu upp í starfsmannamálum Orkuveitunnar að gott væri að starfsmenn hefðu áheyrnafulltrúa í stjórn OR. Ég setti mig í samband við Jón Kristinn Ólafsson trúnaðarmann Rafiðnarsambands Íslands og viðraði þessa hugmynd við hann. Jón boðaði til fundar með trúnaðarmönnum stéttarfélaganna hjá OR og var niðurstaðan sú að þeir töldu ekki þörf á að starfsmenn hefðu áheyrnafulltrúa í stjórn. Trúnaðarmenn OR eru sáttir með samskipti við starfsmannastjóra OR.

Guðjón Viðar Guðjónsson

 

 • Kjartan Magnússon og Hildur Björnsson leggja fram eftirfarandi fyrirspurn:

Óskað er eftir greinargerð með upplýsingum um borútboð á vegum Orkuveitusamstæðunnar undanfarin fimm ár þar sem eftirfarandi upplýsingum verði m.a. svarað:

Hversu mörg borútboð fóru fram á vegum samstæðunnar á umræddu tímabili og hvaða fyrirtæki buðu í hvert verk?

Hversu margar boranir voru áskildar í hverju útboði og hversu margar urðu boranir í raun í viðkomandi verki?

Hver var kostnaðaráætlun hvers verks fyrir sig, upphæð tekins tilboðs, endanleg verkupphæð og kostnaðarupphæð aukaverka (ef um þau var að ræða)?

Hversu langan fyrirvara fengu bjóðendur til að hefja boranir eftir að tilboði var tekið?

Hversu hátt hlutfall borverka var boðið út á Evrópska efnahagssvæðinu á umræddu tímabili?
Er að mati forstjóra unnt að bæta framkvæmd borútboða á vegum samstæðunnar í samræmi við markmið um að draga úr fákeppni og tryggja að sem flestir hæfir bjóðendur fáist að borðinu? Hver eru helstu skilyrði um hæfni og reynslu og á sú gagnrýni rétt á sér að umrædd skilyrði hafi verið of þröng?

 

 • Lögð fram svohljóðandi tillaga:

 

Stjórn samþykkir að tilnefna Hildi Björnsdóttur í starfskjaranefnd í stað Kjartans Magnússonar.

Samþykkt samhljóða.

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 17:15.
Næsti fundur er fyrirhugaður 25. febrúar 2019.

 

Brynhildur Davíðsdóttir,

Guðjón Viðar Guðjónsson, Gylfi Magnússon, Kjartan Magnússon,

Sigríður Rut Júlíusdóttir, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir.