Fundargerð stjórnar #267 (fundargögn)

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2018, mánudaginn 19. nóvember kl. 12:40 var haldinn 267. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

 

Fundarmenn: Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Sigríður Rut Júlíusdóttir, Kjartan Magnússon, Hildur Björnsdóttir, Guðjón Viðar Guðjónsson og Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir.

 

Einnig sat fundinn Helga Jónsdóttir, forstjóri og Elín Smáradóttir, sem ritaði fundinn.

 

Þetta gerðist:

 

 

  1. Stjórnarformaður lagði fram og kynnti eftirfarandi tillögu:

 

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir að fela forstjóra að yfirfara ábendingar sem fram koma í skýrslunni Vinnustaðamenning og mannauðsmál hjá Orkuveitu Reykjavíkur og koma með tillögur að úrbótum á næsta fund stjórnar.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Stjórnarformaður lagði fram og kynnti eftirfarandi tillögu:

 

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir að óska eftir því við innri endurskoðanda að niðurstöður skýrslunnar verði kynntar fyrir borgar-, bæjar- og byggðaráðum eigenda.

 

Samþykkt samhljóða.

 

 

 
Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 13:10.
Næsti fundur er fyrirhugaður 26. nóvember 2018.

 

Brynhildur Davíðsdóttir,

Guðjón Viðar Guðjónsson, Gylfi Magnússon, Hildur Björnsdóttir,

Kjartan Magnússon, Sigríður Rut Júlíusdóttir, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir.