Fundargerð stjórnar #266 (fundargögn)

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2018, mánudaginn 22. október kl. 13:15 var haldinn 266. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

 

Fundarmenn: Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Sigríður Rut Júlíusdóttir, Kjartan Magnússon, Hildur Björnsdóttir, Guðjón Viðar Guðjónsson og Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir

 

Einnig Helga Jónsdóttir, forstjóri og Anna Margrét Jóhannesdóttir staðgengill innri endurskoðanda.

 

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

 

Þetta gerðist:

 

 

 1. Fundargerðir SF 264 og SF 265 lagðar fram, samþykktar og undirritaðar.

 

 1. Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála mætti til fundarins og gerði grein fyrir stöðu fjármögnunar, grænum skuldabréfum og sviðsmyndum fjárhagsspár, sem óskað var eftir á SF265. Klukkan 13:40 mættu Bjarni Freyr Bjarnason, aðstoðarmaður framkvæmdastjóra fjármála og Gísli Björn Björnsson, sérfræðingur í áhættustýringu.

 

 1. Ingvar og Gísli Björn kynntu arðsstefnu, sem skipt er í arðsemisstefnu og arðgreiðslustefnu. Stefnurnar lagðar fram og samþykktar. Hildur Björnsdóttir og Kjartan Magnússon sitja hjá. Fjárstýringar- og áhættustefna lögð fram til rýni. Stefnan samhljóða samþykkt óbreytt.

 

 1. Ingvar lagði fram og kynnti svar við fyrirspurn Hildar Björnsdóttur milli funda um lántökur. Umræður. Kl. 14:10 yfirgáfu Ingvar, Bjarni Freyr og Gísli Björn fundinn. Sjá einnig fyrirspurn Hildar, sem lögð var fram undir öðrum málum.

 

 1. Sæmundur Friðjónsson, forstöðumaður upplýsingatækni mætti til fundarins kl. 14:15 og lagði upplýsingatæknistefnu fram til rýni. Samþykkt. Einnig lögð fram til rýni upplýsingaöryggisstefna. Samþykkt óbreytt.

 

 1. Anna Margrét Jóhannsdóttir, staðgengill innri endurskoðanda gerði grein fyrir stöðu innri endurskoðunar OR og þeim verkefnum, sem innri endurskoðun hefur til meðferðar.

 

 1. Kl. 15:00 mætti Hólmfríður Sigurðardóttir umhverfisstjóri til fundarins ásamt Kevin Dillman, lagði fram og kynnti tillögu að loftslagsmælikvörðum OR. Samþykkt samhljóða. KM óskar upplýsinga um fjölda flugferða á vegum samstæðu OR sl. 5 ár.

 

 1. Hólmfríður Sigurðardóttir lagði fram og kynnti minnisblöð um stöðu umhverfismælikvarða og auðlindamælikvarða, dags. 18. október 2018.

 

 1. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi mætti til fundarins kl. 15:30 og fór yfir umfjöllun um samstæðu OR í fjölmiðlum í september og október 2018. Umræður.

 

 1. Lagt fram minnisblað Veitna, dags. 12. október 2018 sem svar við fyrirspurn HLÞ frá SF 264. Auk þess lagt fram minnisblað um forsendur fráveitusamninga, dags. 19. janúar 2014.

 

Klukkan 16:00 vék Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir af fundi.

 

 1. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga HB og KM frá SF 265 varðandi plastagnir í fráveitu

 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að sem fyrst verði ráðist í aðgerðir til að efla hreinsibúnað Veitna í því skyni að lágmarka það magn plastagna, sem berst út í sjó frá skólphreinsistöðvum fyrirtækisins. Minnt er á fyrri tillögur Sjálfstæðisflokksins um málið frá 26. september 2016 og 16. október 2017. Forstjóra er falið að leggja fram tillögur um aðgerðir og kostnað vegna þeirra í tengslum við fjárhagsáætlun 2019.

 

Lögð fram minnisblöð Veitna um málið, dags. 11. október 2018 og 18. október 2016 auk áætlana, dags. 11. október 2018 um hreinsun á örplasti í hreinsistöðvum Veitna.

 

Stjórn fagnar þeirri vinnu sem Veitur hafa þegar ráðist í og er í undirbúningi vegna örplastagna í fráveitu. Er þess óskað að niðurstöður, sem unnið er að verði kynntar fyrir stjórn OR. Afgreiðslu tillögunnar frestað.

 

 1. Forstjóri lagði fram og kynni minnisblað sitt til stjórnar um starfsemina á milli stjórnarfunda, dags. 18. október 2018. Umræður.

 

 1. Önnur mál

 

 • Lagt fram erindi forstjóra Símans, dags. 22. október 2018. Samþykkt að beina erindinu til Gagnaveitu Reykjavíkur, þar sem efni þess varðar það fyrirtæki.

 

 • Guðjón Viðar Guðjónsson leggur fram eftirfarandi fyrirspurn:

 

Hvað veldur því að eigendur OR Akraneskaupstaður, Reykjavíkurborg og Borgarbyggð eiga enga fulltrúa í stjórnum dótturfyrirtækjanna Orku náttúrunnar, Veitna og Gagnaveitunnar?

 

Fá starfsmenn OR sem sitja í stjórnum þessara félaga laun? Fundir þessara félaga eru á dagvinnutíma og engin ástæða fyrir að starfsmönnum OR séu greidd sérstök laun fyrir setu í þessum stjórnum.

 

 • Hildur Björnsdóttir leggur fram eftirfarandi fyrirspurn:

 

 1. Óskað er ítarlegri upplýsinga um lántöku hjá Íslandsbanka, dags. 30.12.16.
  • Hvenær var lánsbeiðni undirrituð/send bankanum?
  • Hver er lánstími?
  • Er uppgreiðsluheimild, og ef svo er, hverjir eru uppgreiðsluskilmálar?
  • Hvert var veltufjárhlutfall, annars vegar fyrir lántöku og hins vegar eftir lántöku?

 

 1. Óskað er ítarlegri upplýsinga um Orkuveituhúsið að Bæjarhálsi.
  • Hver var forsaga sölu hússins árið 2013?
  • Hvert var leiguverð á húsinu á tímabilinu frá 2013 til 2017?
  • Hvernig var andvirði sölu frá 2013 ráðstafað (óskað er sundurliðunar)?
  • Hvernig voru endurkaupin 2017 fjármögnuð (óskað er sundurliðunar, ef við á)?
  • Hver hefur kostnaður við viðhald hússins verið frá árinu 2013 til dagsins í dag (óskað er sundurliðunar)?
  • Óskað er afrits af kaupsamningi og leigusamningi við Straum (Foss) frá 2013.
  • Óskað er afrits af kaupsamningi við Straum (Foss) frá 2017 (þegar húsið er keypt aftur).
  • Óskað er afrits af matsbeiðni til matsmanns sem skipaður var af Héraðsdómi Reykjavíkur í desember 2017.

 

 
Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 17:00.
Næsti fundur er fyrirhugaður 26. nóvember 2018.

 

Brynhildur Davíðsdóttir,

Guðjón Viðar Guðjónsson, Gylfi Magnússon, Hildur Björnsdóttir,

Kjartan Magnússon, Sigríður Rut Júlíusdóttir, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir.