Fundargerð stjórnar #265 (fundargögn)

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2018, föstudaginn 5. október kl. 12:00 var haldinn 265. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn um síma.

 

Fundarmenn: Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Sigríður Rut Júlíusdóttir, Kjartan Magnússon, Hildur Björnsdóttir, Guðjón Viðar Guðjónsson og Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir

 

Einnig tók þátt Helga Jónsdóttir, forstjóri, Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála, Hallur Símonarson, innri endurskoðandi OR og Anna Margrét Jóhannesdóttir staðgengill innri endurskoðanda.

 

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

 

Þetta gerðist:

 

  1. Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála lagði fram og kynnti að nýju fjárhagsspá 2019-2024. Gerð grein fyrir óverulegum breytingum frá drögum, sem kynnt voru á SF 264.  Formaður óskar eftir sviðsmyndum fyrir næsta fund stjórnar varðandi arðgreiðslur og eiginfjárhlutfall.

Samþykkt með atkvæðum BD, GM, GVG, SRJ.

Hildur Björnsdóttir og Kjartan Magnússon sitja hjá og óska bókað:

 

Samkvæmt fyrirliggjandi fjárhagsspá munu skuldir Orkuveitu Reykjavíkur hækka um tæpa 2,5 milljarða króna á milli áranna 2018 og 2019. Áætluð lántaka nemur um 21,3 milljörðum króna árið 2018 og 14,9 milljörðum króna árið 2019. Nettóskuldir hækka á tímabilinu og veltufjárhlutfall fer úr 1,1 niður í 1,0. Það eru vonbrigði að frekari niðurgreiðsla skulda skuli ekki lögð til grundvallar í framlagðri fjárhagsáætlun.

 

Eins gefur fjárhagsspá Orkuveitunnar fyrirheit um nærri 14 milljarða arðgreiðslur til eigenda á næstu sex árum. Við teljum rétt að Orkuveitan leggi áherslu á kjarnastarfsemi og hverfi frá arðgreiðsluáformum. Svigrúm í rekstri Orkuveitunnar ætti mun fremur að nýta til niðurgreiðslu skulda, fjárfestingar í innviðum og lækkunar þjónustugjalda. Samkvæmt eigendastefnu á Orkuveita Reykjavíkur að bjóða viðskiptavinum þjónustu á sanngjörnu og samkeppnishæfu verði. Við teljum rétt að horfið verði frá arðgreiðsluáformum og þjónustugjöld lækkuð. Þannig mætti færa Orkuveitu Reykjavíkur nær sínu réttilega hlutverki sem orkufyrirtæki í almannaeigu.

 

Hildur Björnsdóttir og Kjartan Magnússon leggja fram eftirfarandi tillögu:

 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að sem fyrst verði ráðist í aðgerðir til að efla hreinsibúnað Veitna í því skyni að lágmarka það magn plastagna, sem berst út í sjó frá skólphreinistöðvum fyrirtækisins. Minnt er á fyrri tillögur Sjálfstæðisflokksins um málið frá 26. september 2016 og 16. október 2017. Forstjóra er falið að leggja fram tillögur um aðgerðir og kostnað vegna þeirra í tengslum við fjárhagsáætlun 2019.

Afgreiðslu tillögunnar frestað.

 

  1. Hallur Símonarson, innri endurskoðandi OR lagði fram og kynnti uppfærða verkefnaáætlun úttektar á vinnustaðamenningu og starfsmannamálum OR samstæðu. Umræður.

 

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykktir framlagða verkefnisáætlun samhljóðaleggur ríka áherslu á mikilvægi þess að veittur verði fullur og ótakmarkaður aðgangur að öllum gögnum óháð trúnaðarmerkingum sem á þeim kunna að vera. Þá er bæði núverandi og fyrrverandi starfsmenn samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur hvattir til að koma ábendingum á framfæri við úttektarteymið, bæði varðandi það sem vel er gert og ástæða er til að viðhalda og líka það sem betur mættir fara.

 

  1. Önnur mál.

 

  • Innri endurskoðun: Anna Margrét Jóhannesdóttir, staðgengill innri endurskoðanda, lagði fram og kynnti verkefnisáætlun og tillögu um úttekt á fjárfestingaferli samstæðu OR. Samþykkt samhljóða.
  • Helga Jónsdóttir lagði fram og kynnti minnisblað forstjóra til stjórnar, dags. 2. október 2018 og punkta af fundi með ÁTE og SGG þann 27. september 2018. Umræður.
  • Lögð fram samantekt um lántökur OR árin 2014-2018, sem svar við fyrirspurn Hildi Björnsdóttur milli stjórnarfunda. 
 
 
Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 13:00.
Næsti fundur er fyrirhugaður 22. október 2018.

 

Brynhildur Davíðsdóttir,

Guðjón Viðar Guðjónsson, Gylfi Magnússon, Hildur Björnsdóttir,

Kjartan Magnússon, Sigríður Rut Júlíusdóttir, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir.