Fundargerð stjórnar #264 (fundargögn)

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2018, mánudaginn 24. september kl. 13:15 var haldinn 264. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

 

Fundarmenn: Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Sigríður Rut Júlíusdóttir, Kjartan Magnússon, Hildur Björnsdóttir, Guðjón Viðar Guðjónsson og Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir

 

Einnig tók þátt Helga Jónsdóttir, forstjóri og Hallur Símonarson, innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar.

 

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

 

Þetta gerðist:

 

 

 1. Fundargerðir stjórnarfundar SF 262 og 263 undirritaðar og staðfestar.

 

 1. Formaður bauð Helgu Jónsdóttur velkomna til starfa. Helga kynnti sig og þakkaði það traust sem henni er sýnt. Umræður.

 

 1. Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála, mætti til fundarins kl. 13:50 ásamt framkvæmdastjórum dótturfélaga og eininga, lagði fram og kynnti fjárhagsspá 2019 og fimm ára spá. Ákveðið að halda aukafund til að afgreiða spána þann 5. október nk.

 

 1. Ingvar Stefánsson lagði fram rekstraryfirlit og áhættuskýrslu dags. 10.09.2018.

 

 1. Hallur Símonarson, innri endurskoðandi mætti til fundarins kl. 14:45 ásamt Jenný S. Jensdóttur. Þau kynntu verkefnisáætlun vegna úttektar á vinnustaðamenningu og tilteknum starfsmannamálum hjá samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur. Umræður.

 

 1. Klukkan 15:35 mættu Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri og Hildigunnur H. Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Þróunar, til fundarins, lögðu fram og kynntu minnisblöð um stöðu umhverfis- og forðagæslumælikvarða, dags. 13. og 21. september 2018.

 

 1. Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri lagði fram minnisblað, dags. 13. september 2018 og gerði grein fyrir stöðu mála í Heiðmörk. Umræður.

 

 1. Lagt fram minnisblað öryggistjóra, dags. 19. september 2018.

 

 1. Lagt fram erindi Sigurðar G. Guðjónssonar, hrl., dags. 18. september 2018, varðandi uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur. Samþykkt að fela forstjóra málið til vinnslu.

 

 1. Lagt fram minnisblað, dags. 10. september 2018, um húsnæðismál Veitna ohf. á Akranesi.

 

 1. Önnur mál.

 

Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir leggur fram eftirfarandi fyrirspurn:

 

 • Hversu hátt er afskrifta hlutfall af verkum í Borgarbyggð og á hvað löngum tíma?
 • Óskað er eftir rekstrarreikningum OR vegna veituframkvæmda í Borgarbyggð
 • Geta arðgreiðslur Borgarbyggðar gengið upp í kostnaðinn?
 • Ef gjaldskrár yrðu samræmdar hvað stæði þá út af gagnvart Borgarbyggð?

 

 
 
Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 17:00.
Næsti fundur er fyrirhugaður 5. október 2018.

 

Brynhildur Davíðsdóttir,

Guðjón Viðar Guðjónsson, Gylfi Magnússon, Hildur Björnsdóttir,

Kjartan Magnússon, Sigríður Rut Júlíusdóttir, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir.