Fundargerð stjórnar #263 (fundargögn)

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2018, fimmtudaginn 19. september kl. 20:00 var haldinn 263. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

 

Fundarmenn: Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Sigríður Rut Júlíusdóttir, Kjartan Magnússon, Hildur Björnsdóttir, Guðjón Viðar Guðjónsson og Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, sem tók þátt um síma.

 

Einnig tók þátt Bjarni Bjarnason undir dagskrárlið nr. 1.

 

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

 

Þetta gerðist:

 

 

  1. Bjarni Bjarnason mætti til fundarins, lagði fram og gerði grein fyrir ósk sinni um að stíga til hliðar um tveggja mánaða skeið frá og með mánudeginum 24. september 2018. Umræður. Samþykkt samhljóða. Bjarni vék af fundi kl. 20:20.

 

  1. Stjórnarformaður gerði grein fyrir tillögu um að ráða Helgu Jónsdóttur tímabundið í tvo mánuði, frá og með mánudeginum 24. september 2018, í stöðu forstjóra. Umræður. Samþykkt samhljóða. Kjartan Magnússon og Hildur Björnsdóttir sitja hjá. Hildur styður ráðninguna en kýs að sitja hjá vegna fjölskyldutengsla við Helgu.

 

  1. Önnur mál.
    • Stjórnarformaður gerði grein fyrir tillögu um að láta innri endurskoðun OR framkvæma úttekt á vinnumenningu og meðferð tiltekinna starfsmannamála OR, í samvinnu við utanaðkomandi ráðgjafa.  Samþykkt.

Formanni stjórnar er falið að vinna málið áfram á grundvelli fyrirliggjandi verkefnistillögu og gera grein fyrir stöðu mála á næsta stjórnarfundi.

 
 
Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 21:20.
Næsti fundur er fyrirhugaður 24. september 2018.

 

Brynhildur Davíðsdóttir,

Guðjón Viðar Guðjónsson, Gylfi Magnússon, Hildur Björnsdóttir,

Kjartan Magnússon, Sigríður Rut Júlíusdóttir, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir.