Fundargerð stjórnar #262 (fundargögn)

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2018, mánudaginn 27. ágúst kl. 13:15 var haldinn 262. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

 

Fundarmenn: Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Sigríður Rut Júlíusdóttir, Kjartan Magnússon, Hildur Björnsdóttir, Guðjón Viðar Guðjónsson og Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir.

 

Einnig tók þátt Bjarni Bjarnason, forstjóri og Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála.

 

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

 

Þetta gerðist:

 

 1. Fundargerð stjórnarfundar SF 261 undirrituð og staðfest.

 

 1. Klukkan 13:20 mætti Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála til fundarins ásamt endurskoðendunum Sturlu Jónssyni og Davíð Arnari Einarssyni og Bryndísi Maríu Leifsdóttur, forstöðumanni reikningshalds. Ingvar gerði grein fyrir lykiltölum fjármála, lagði fram og kynnti 6 mánaða uppgjör. Lögð fram áhættuskýrsla, dags. 10. 8. 2018.

 

 1. Árshlutareikningur, 6 mánaða uppgjör, lagður fram og samþykktur samhljóða.

 

 1. Klukkan 14:20 mættu Grettir A. Haraldsson, Kenneth Breiðfjörð og Þórður Ásmundsson til fundarins og kynntu ásamt forstjóra hugmyndir að breytingum á vesturhúsinu við Bæjarháls 1. Klukkan 14:50 mættu til fundarins arkitektarnir Ögmundur Skarphéðinsson og Ólafur Hersisson og kynntu hugmyndir að útfærslu á breytingum vesturhússins. Umræður. Haldið verður áfram með undirbúning ákvörðunar um breytingar.

 

 1. Lagt fram og undirritað umboð til lögmanna á Landslögum vegna samninga um lóðir við Elliðavatn. Umboðið undirritað. Kjartan Magnússon situr hjá.

 

 1. Lögð fram tillaga svohljóðandi, dags. 27. 8. 2018 um tilnefningar fulltrúa í endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar.

Samkvæmt grein 9.1. í sameignarsamningi eigenda Orkuveitu Reykjavíkur fer endurskoðunarnefnd samstæðu Reykjavíkurborgar með hlutverk endurskoðunarnefndar fyrirtækisins, sbr. 108. gr. laga um ársreikninga nr. 3/2006. Skal einn fulltrúa í nefndinni skipaður skv. tilnefningu stjórnar OR.

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir að tilnefna Sunnu Jóhannsdóttur í nefndina. 

 

 1. Klukkan 15:55 mætti Guðrún Erla Jónsdóttir, stefnustjóri til fundarins og kynnti stöðu stefnuverkefna samstæðu OR.

 

 1. Klukkan 16:05 mættu Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri og Hildigunnur Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Þróunar á fundinn, lögðu fram og kynntu minnisblöð um stöðu umhverfismælikvarða, dags. 23. ágúst og forðagæslu, dags. 27. ágúst 2018. Umræður.

 

 1. Klukkan 16:25 mættu til fundarins Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdastjóri ON og Marta Rós Karlsdóttir, forstöðumaður auðlinda og kynntu stöðu gufuöflunar á Hellisheiði. Umræður.

 

 1. Lagt fram minnisblað Veitna dags. 17. ágúst 2018, sem er svar við fyrirspurn frá fundi SF 261 um viðbrögð og kostnað vegna veggjakrots á eignum Veitna.

 

 1. Umfjöllun um OR og dótturfélög í fjölmiðlum frestað til næsta fundar.

 

 1. Forstjóri lagði fram og kynnti skýrslu sína um starfsemi milli stjórnarfunda, dags. 23. ágúst 2018. Umræður.

 

 1. Önnur mál.
 • Guðjón Viðar Guðjónsson leggur fram eftirfarandi fyrirspurn:

Nú háttar þannig að húsnæði Veitna á Akranesi er að mestu leyti ónothæft. Skrifstofur er staðsettar í gámum á lóðinni og húsnæðið sem hýsir verkstæðið og vélageymslu er illa farið.

Er farið að huga einhverjum úrbótum á húsnæðismálum hjá Veitum á Akranesi?

 
 
Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 17:00.
Næsti fundur er fyrirhugaður 24. september 2018.

 

Brynhildur Davíðsdóttir,

Guðjón Viðar Guðjónsson, Gylfi Magnússon, Hildur Björnsdóttir,

Kjartan Magnússon, Sigríður Rut Júlíusdóttir, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir.