Fundargerð stjórnar #261 (fundargögn)

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2018, mánudaginn 25. maí kl. 09:00 var haldinn 261. fundur í stjórn Orkuveitu Reykja­víkur. Fundurinn var haldinn á Hótel Natura, Reykjavík.

 

Fundarmenn: Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Sigríður Rut Júlíusdóttir sem tók þátt um síma, Áslaug M. Friðriksdóttir, Kjartan Magnússon, Rakel Óskarsdóttir og Björn Bjarki Þorsteinsson.  Einnig tók þátt Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála.

 

Fundarritari var Íris Lind Sæmundsdóttir.

 

Þetta gerðist:

 

  1. Fundargerð stjórnarfundar SF 260 undirrituð og staðfest.

 

  1. Ingvar Stefánsson fór yfir stöðu fjármála og gerði grein fyrir áhættuskýrslu.

 

  1. Lögð var fram svohljóðandi tillaga vegna árlegrar rýni umhverfis- og auðlindastefnu, tillögunni fylgdi greinargerð:

 

Lagt er til að umhverfis- og auðlindastefna Orkuveitu Reykjavíkur (OR) verði óbreytt.

 

Samþykkt.

 

  1. Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra OR, dags. 21. júní 2018, þar sem m.a. var gerð grein fyrir stöðu tveggja árangursmælikvarða sem falla undir árangursvogina „Umhverfi og samfélag“.

 

Stjórn óskar eftir að á septemberfundi verði kynnt staða mála í Heiðmörk, t.a.m. um skipu­lag, vatnsvernd og fleira.

 

  1. Lagt var fram erindi frá íbúa, dags. 11. júní 2018, varðandi fram­kvæmd­ir við Eyrarland.  Einnig lagður fram tölvupóstur verkefnastjóra hjá Tækniþróun Veitna, dags. 11. júní 2018, og minnisblað forstöðumanns Tækniþróunar Veitna, dags. 13. júní 2018, vegna málsins.

 

  1. Lagt var fram minnisblað starfandi framkvæmdastjóra þróunar, dags. 20. júní 2018, um forðagæslu.

 

  1. Lagt var fram minnisblað öryggisstjóra OR, dags. 20. júní 2018, um stöðu öryggis-, heilsu- og vinnuverndarmála.

 

  1. Stjórn óskar eftir greinargerð um stöðu mála vegna tjóna af völdum veggjakrots, þ.e. hvaða verklag er viðhaft þegar tjón verður á eignum í samstæðu OR vegna veggjakrots og hvernig er úrbótum háttað.  

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 10:10.
Næsti fundur er áætlaður þann 27. ágúst 2018.

 

Brynhildur Davíðsdóttir,

Áslaug M. Friðriksdóttir, Gylfi Magnússon, Kjartan Magnússon,

Rakel Óskarsdóttir, Sigríður Rut Júlíusdóttir, Björn Bjarki Þorsteinsson.