Fundargerð stjórnar #260 (fundargögn)

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2018, mánudaginn 28. maí kl. 13:15 var haldinn 260. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

 

Fundarmenn: Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Sigríður Rut Júlíusdóttir, Áslaug M. Friðriksdóttir, Kjartan Magnússon, Rakel Óskarsdóttir og Björn Bjarki Þorsteinsson.

 

Einnig tók þátt Bjarni Bjarnason, forstjóri og Hallur Símonarson, innri endurskoðandi.

 

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

 

Þetta gerðist:

 

 1. Fundargerð stjórnarfundar SF 259 undirrituð og staðfest.

 

 1. Klukkan 13:20 mætti Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála til fundarins ásaamt Bryndísi Maríu Leifsdóttur, forstöðumanni reikningshalds og kynntu ársfjórðungsuppgjör fyrsta ársfjórðungs 2018. Reikningurinn borinn upp og samþykktur samhljóða.

 

Gerð grein fyrir stöðu fjármögnunar. Lögð fram svohljóðandi tillaga. Tillögunni fylgir greinargerð:

 

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur veitir forstjóra og/eða framkvæmdastjóra fjármála heimild til fyrirframgreiðslu á öllum útistandandi lánum Dexia Crédit Local. Forstjóra og/eða fjármálastjóra er jafnframt veitt heimild til undirritunar allra viðeigandi skjala.

Samþykkt samhljóða.

 

Lögð fram tillaga svohljóðandi tillaga um arðgreiðslu. Tillögunni fylgir greinargerð:

 

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) samþykkir að gera tillögu til aðalfundar um arðgreiðslu að fjárhæð 1.250 milljónir króna. Tillagan felur í sér að fjárhagsleg skilyrði eru uppfyllt fyrir og eftir arðgreiðslu undir álagsprófi.

Samþykkt samhljóða.

 

Grettir Haraldsson mætti til fundarins kl. 13:55 og gerði grein fyrir hugmyndum um endurbætur á vesturhúsi OR. Umræður.

 

 1. Klukkan 14:15 mætti Íris Lind Sæmundsdóttir til fundarins og kynnti tillögu að persónuverndarstefnu. Umræður.

Persónuverndarstefna samþykkt samhljóða.

 

 1. Hallur Símonarson, innri endurskoðandi, gerði grein fyrir stöðu innri endurskoðunar kl. 14:40.

 

 1. Klukkan 15:10 kom Jakob S. Friðriksson, viðskiptaþróunarstjóri OR til fundarins og kynnti niðurstöðu könnunar á möguleikum þess að hefja á ný raforkuframleiðslu í Elliðaárstöðinni. Umræður

 

 1. Undirbúningur aðalfundar. Lagðar fram svohljóðandi tillögur vegna aðalfundar 2018:

 

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir að veita stjórnarformanni umboð til boðunar aðalfundar Orkuveitu Reykjavíkur 2018 í samræmi við sameignarsamning og að höfðu samráði við eigendur.

 

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir að leggja til við aðalfund að Grant Thornton endurskoðunarfyrirtæki verði kosið endurskoðunarfélag Orkuveitu Reykjavíkur árið 2018.

 

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) samþykkir að gera tillögu til aðalfundar um arðgreiðslu að fjárhæð 1.250 milljónir króna. Tillagan felur í sér að fjárhagsleg skilyrði eru uppfyllt fyrir og eftir arðgreiðslu undir álagsprófi.

 

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur leggur til við aðalfund að laun til nefndarmanna í starfskjaranefnd verði 47.402 per fund, og tvöföld sú fjárhæð fyrir formann.

 

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur leggur til við aðalfund að laun til nefndarmanna í starfskjaranefnd verði 47.402 per fund, og tvöföld sú fjárhæð fyrir formann.

 

 1. Klukkan 15:30 gerði formaður að nýju grein fyrir endurskoðun stefnu um samfélagsábyrgð. Stefnan rýnd og samþykkt samhljóða með breytingu.

 

 1. Klukkan 15:50 mætti Reynir Guðjónsson, öryggisstjóri til fundarins og lagði fram öryggis- og heilsuverndarstefnu til rýni. Stefnan rýnd og samþykkt samhljóða með breytingu.

 

 1. Klukkan 16:03 mætti Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri til fundarins, lagði fram og kynnti minnisblað um umhverfismælikvarða, dags. 16. maí 2018. Umræður.

 

Klukkan 16:15 mætti Edda Sif Aradóttir, staðgengill framkvæmdastjóra Þróunar til fundarins, lagði fram og kynnti minnisblað um forðagæslu, dags. 16. maí 2018. Umræður.

 

 1. Lagt fram erindi Birgis Finnbogasonar vegna innheimtukröfu dags. 6. maí 2018, ásamt minnisblaði framkvæmdastjóra Þjónustu, dags. 16. maí 2018. Umræður.

 

 1. Lagt fram erindi Rúnars Lárussonar dags. 27. apríl 2018. Umræður. Samþykkt að svara erindinu með vísan til fyrra svars, dags. 27. ágúst 2015.

 

 1. Forstjóri lagði fram og kynnti skýrslu sína, dags. 28. maí 2018, um starfsemina á milli stjórnarfunda. Einnig lagt fram minnisblað stefnustjóra um stöðu stefnuverkefna, dags. 16. maí 2018. Umræður.

 

 1. Önnur mál.

 

Björn Bjarki Þorsteinsson óskar bókað:

 

Undirritaður óskar eftir yfirliti um gildandi gjaldskrár til íbúa í eigendasveitarfélögunum þremur sem að OR standa á þeim þjónustuþáttum sem OR samstæðan veitir í umræddum samfélögum.

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 16:30.
Næsti fundur verður haldinn 25. júní 2018.

 

Brynhildur Davíðsdóttir,

Áslaug M. Friðriksdóttir, Gylfi Magnússon, Kjartan Magnússon,

Rakel Óskarsdóttir, Sigríður Rut Júlíusdóttir, Björn Bjarki Þorsteinsson.