Fundargerð stjórnar #259 (fundargögn)

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2018, mánudaginn 23. apríl kl. 13:15 var haldinn 259. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

 

Fundarmenn: Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Sigríður Rut Júlíusdóttir, Áslaug M. Friðriksdóttir, Kjartan Magnússon, Ólafur Adolfsson og Björn Bjarki Þorsteinsson.

 

Einnig tók þátt Bjarni Bjarnason, forstjóri og Hallur Símonarson, innri endurskoðandi.

 

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

 

Þetta gerðist:

 

  1. Fundargerð stjórnarfundar SF 258 undirrituð og staðfest.

 

  1. Klukkan 13:20 mætti Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála, til fundarins og gerði grein fyrir stöðu fjármögnunar, arðgreiðsluferlum, áhættuskýrslu OR, dags. 12.04.2018, stöðu og þróun á álmörkuðum og rekstrartölum fyrstu þriggja mánaða ársins. Umræður.

 

  1. Klukkan 14:00 komu fulltrúar endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar, þau Inga Björg Hjaltadóttir og Ólafur Kristinsson, til fundarins til að ræða framtíðarfyrirkomulag innri endurskoðunar. Lagt fram erindi endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar, dags. 9. apríl 2018 og erindi innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar, dags. 19. mars 2018 um málið. Umræður.

 

  1. Lögð fram svohljóðandi tillaga starfskjaranefndar um þóknun stjórnar. Tillögunni fylgir greinargerð:

 

Starfskjaranefnd Orkuveitu Reykjavíkur leggur til við stjórn Orkuveitu Reykjavíkur að eftirfarandi tillaga verði samþykkt:

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur leggur til við aðalfund að stjórnarlaun ársins 2017 verði kr. 169.297 á mánuði fyrir aðalmann og tvöföld sú fjárhæð fyrir formann. Greiðslur til varamanna verði kr. 47.402 á fund.

Jafnframt verði heimilt að greiða upp í laun ársins 2018 kr. 169.297 á mánuði fyrir aðalmann og tvöföld sú fjárhæð fyrir formann. Greiðslur til varamanna verði kr. 47.402 á fund.

Samþykkt samhljóða.

  1. Klukkan 14:35 kom Kristjana Kjartansdóttir, gæðastjóri til fundarins og lagði fram til rýni  gæðastefnu OR. Stefnan rýnd og samþykkt. Kristjana gerði einnig grein fyrir stöðu lykilmælikvarða um ánægju viðskiptavina. 

 

  1. Klukkan 14:55 mætti Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri til fundarins, lagði fram og kynnti minnisblað um umhverfismælikvarða, dags. 18.04.2018. Einnig lögð fram tillaga um að fella niður lykilárangursmælikvarðann um að öll leyfi OR séu í gildi og uppfyllt. Samþykkt.

 

Klukkan 15:15 mætti Edda Sif Aradóttir, staðgengill framkvæmdastjóra Þróunar, lagði fram og kynnti minnisblað um forðagæslu, dags. sama dag. Ennfremur var kynnt loftlagsskýrsla Umhverfisstofnunar. Umræður.

 

  1. Klukkan 15:30 mættu Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdastjóri ON og Gísli Sveinsson aðstoðarmaður framkvæmdastjóra, til fundarins og kynntu frumniðurstöðu sjálfbærniúttektar (GSAP) fyrir Hellisheiðarvirkjun. Umræður.

 

  1. Forstjóri kynnti fyrirkomulag fráveitu og markmið um hreinar strendur-alltaf. Umræður.

 

  1. Forstjóri lagði fram og kynnti skýrslu sína, dags. 20. apríl 2018, um starfsemina á milli stjórnarfunda. Umræður.

 

  1. Önnur mál.

 

Kjartan Magnússon og Áslaug M. Friðriksdóttir leggja fram eftirfarandi tillögu:

 

Stjórn Orkuveitunnar samþykkir að ráðast í aðgerðir í því skyni að gera íbúum á starfsvæði sínu að kleift að hlaða rafmagnsbifreiðar við heimil sín, óháð húsakosti. Innstungum fyrir rafmagnsbifreiðar verði komið fyrir í ljósastaurum þar sem aðstæður eru fyrir hendi og jafnframt sé gert ráð fyrir slíkum búnaði í nýjum ljósastaurum.

 

Frestað.

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 16:17.
Næsti fundur verður haldinn 28. maí 2018.

 

Brynhildur Davíðsdóttir,

Áslaug M. Friðriksdóttir, Gylfi Magnússon, Kjartan Magnússon,

Ólafur Adolfsson, Sigríður Rut Júlíusdóttir, Björn Bjarki Þorsteinsson.