Fundargerð stjórnar #258 (fundargögn)

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2018, þriðjudaginn 20. mars kl. 9:10 var haldinn 258. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

 

Fundarmenn: Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Sigríður Rut Júlíusdóttir, Áslaug M. Friðriksdóttir, Kjartan Magnússon, Ólafur Adolfsson og Björn Bjarki Þorsteinsson.

 

Einnig tók þátt Bjarni Bjarnason, forstjóri.

 

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

 

Þetta gerðist:

 

 1. Fundargerðir stjórnarfundar SF 256 og 257 undirritaðar og staðfestar.

 

 1. Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála, mætti til fundarins ásamt Bryndísi Maríu Leifsdóttur, forstöðumanni reikningshalds, og Bjarna Frey Bjarnasyni, aðstoðarmanni framkvæmdastjóra fjármála. Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur (móðurfélags) lagður fram og kynntur. Reikningurinn borinn upp og samþykktur samhljóða.

 

 1. Gísli Björn Björnsson, sérfræðingur í fjár- og áhættustýringu, mætti til fundarins kl 9:20 og kynnti ásamt Ingvari Stefánssyni og Bjarna Frey Bjarnasyni tillögu um arðsemiskröfur starfsþátta.  Tillagan samþykkt og verður send eigendum í samræmi við ákvæði eigendastefnu.

 

Stjórn óskar eftir því að arðgreiðsluferli (LBP-110 verkferill stjórnar við ákvörðun um útgreiðslu arðs) verði virkjað.

 

Áhættuskýrsla, dags. 13. mars 2018, lögð fram.

 

 1. Klukkan 9:45 kom Sunna Jóhannsdóttir, fulltrúi í endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar til fundarins og kynnti skýrslu endurskoðunarnefndar. Lögð fram umsögn endurskoðunarnefndar Reykjavíkur um ársreikning 2017, dags. 5. mars 2018. Einnig lagt fram bréf innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar, dags. 14. mars 2018, varðandi framtíðarfyrirkomulag innri endurskoðunar OR. Óskað er eftir fresti til næsta fundar til að skila umsögn.

 

 1. Lögð fram samantekt um störf stjórnar, dags. 20. mars 2018 og frammistöðumat fyllt út sameiginlega.

 

 1. Lagt fram mat á störfum forstjóra fyrir árið 2017.

 

 1. Lögð fram og kynnt bráðabirgðaniðurstaða ESA varðandi kvörtun Símans vegna Gagnaveitu Reykjavíkur.

 

 1. Tekin fyrir tillaga sem lögð var fram á SF 256 um að bjóða forstjóra Símans á fund stjórnar OR. Lagt fram minnisblað Landslaga, dags. 17. mars 2018, um starfshætti og sjálfstæði stjórnar hlutafélaga. Tillagan dregin til baka.

 

 1. Lagt fram minnisblað ON, dags. 15. mars 2018, þar sem fram koma upplýsingar um samninga ON um hleðslur, sem óskað var eftir á stjórnarfundi SF 256.

 

 1. Klukkan 11:00 mætti Edda Sif Aradóttir, staðgengill framkvæmdastjóra Þróunar til fundarins, lagði fram og kynnti minnisblað um stöðu forðagæslu, dags. 16. mars 2018. Umræður.

 

Kartan Magnússon og Áslaug M. Friðriksdóttir óska bókað:


Við ítrekum ósk okkar um að sem fyrst verði ráðist í aðgerðir til að efla hreinsibúnað Veitna í því skyni að lágmarka það magn plastagna, sem berst út í sjó frá skólphreinsistöðvum fyrirtækisins. Minnt er á tillögur okkar um málið frá 26. september 2016 og 16. október 2017.

 

 1. Klukkan 11:20 mætti Sólrún Kristjánsdóttir, starfsmannastjóri til fundarins og kynnti rýni starfsmannastefnu Orkuveitu Reykjavíkur. Stefnan samþykkt samhljóða óbreytt.

 

 1. Klukkan 11:30 mætti Eiríkur Hjálmarsson upplýsingafulltrúi til fundarins og kynnti rýni á stefnu um samfélagsábyrgð. Umræður.

 

 1. Eiríkur Hjálmarsson kynnti drög að dagskrá ársfundar Orkuveitu samstæðunnar sem haldinn verður þann 4. apríl 2018.

 

 1. Forstjóri lagði fram og kynnti skýrslu sína, dags. 16. mars 2018, um starfsemina á milli stjórnarfunda. Umræður.

 

 1. Önnur mál.

 

 

 

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 12:07.

Næsti fundur verður haldinn 23. apríl nk.

 

Brynhildur Davíðsdóttir,

Áslaug M. Friðriksdóttir, Gylfi Magnússon, Kjartan Magnússon,

Ólafur Adolfsson, Sigríður Rut Júlíusdóttir, Björn Bjarki Þorsteinsson.