Fundargerð stjórnar #257 (fundargögn)

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2018, fimmtudaginn 8. mars kl. 12:00 var haldinn 257. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn um síma.

 

Fundarmenn: Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Sigríður Rut Júlíusdóttir, Áslaug M. Friðriksdóttir, Rakel Óskarsdóttir og Björn Bjarki Þorsteinsson.

 

Einnig tók þátt Bjarni Bjarnason, forstjóri og Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála, Bryndís María Leifsdóttir, forstöðumaður reikningshalds og Kristrún H. Ingólfsdóttir, endurskoðandi.

 

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

Þetta gerðist:

 

Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur sef. fyrir árið 2017 var lagður fram og kynntur ásamt bréfi endurskoðenda til stjórnenda 2017, endurskoðunarskýrslu 2017, skýrslu um skattaspor OR 2017 og umsögn endurskoðunarnefndar vegna ársreiknings, dags. 5. mars 2018. Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála, Bryndís María Kristinsdóttir, forstöðumaður reikningshalds og Kristrún H. Ingólfsdóttir, endurskoðandi, kynntu gögnin.

 

Reikningurinn borinn upp og samþykktur samhljóða.

 

Fundarmenn óska bókað:

 

Ársreikningur OR 2017 staðfestir að mikill árangur hefur náðst í rekstri OR og dótturfyrirtækjanna – Veitna, Orku náttúrunnar og Gagnaveitu Reykjavíkur – og að fjárhagur samstæðunnar er traustur og heilbrigður.

 

OR hefur nú að fullu tekist að leysa þann fjárhagsvanda sem fyrirtækið glímdi við í kjölfar fjármálakrísunnar og árangurinn hefur þegar skilað viðskiptavinum lækkun á gjaldskrám og eigendum OR arði af eignum sínum. Ársreikningur OR 2017 staðfestir að hægt er að halda áfram á þeirri braut.

 

Stjórn OR leggur einnig ríka áherslu á frammistöðu OR í umhverfismálum og að fyrirtækin innan samstæðunnar starfi í sátt við samfélögin sem hún þjónar og starfar í. Stefnum við á að gera enn betur og halda áfram að stuðla að auknum lífsgæðum svo sem með stuðningi við rafbílavæðingu og áframhaldandi þróun á verkefnunum Carbfix og Sulfix. 

 

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur þakkar starfsfólki öllu og stjórnendum fyrirtækjanna innan samstæðunnar fyrir að vinna af heilindum að okkar sameiginlegu markmiðum og fyrir að skila árangri í þeirri vinnu sem um munar.

 

Önnur mál.

Stjórnarformaður lagði til að næsta stjórnarfundi, sem fyrirhugaður er þann 26. mars 2018, verði flýtt um eina viku. Fundurinn verði því haldinn þann 20. mars 2018 kl 9:00.

Samþykkt.

 

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 12:30.

 

Brynhildur Davíðsdóttir,

Áslaug M. Friðriksdóttir, Gylfi Magnússon, Rakel Óskarsdóttir,

Sigríður Rut Júlíusdóttir, Björn Bjarki Þorsteinsson.