Fundargerð stjórnar #255 (fundargögn)

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2018, mánudaginn 22. janúar kl. 13:15 var haldinn 255. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

 

Fundinn sátu: Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Marta Guðjónsdóttir í fjarveru Kjartans Magnússonar, Sigríður Rut Júlíusdóttir, Halldór Halldórsson í fjarveru Áslaugar M. Friðriksdóttur, Rakel Óskarsdóttir og Björn Bjarki Þorsteinsson.

 

Einnig tók þátt Bjarni Bjarnason, forstjóri.

 

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

 

Þetta gerðist:

 

 1. Fundargerðir stjórnafundar SF 253 og 254 undirritaðar og staðfestar.

 

 1. Lagt fram yfirlit um rekstur samstæðu OR.

Klukkan 13:20 mætti Bjarni Freyr Bjarnason, aðstoðarmaður framkvæmdastjóra fjármála til fundarins ásamt Víði Ragnarssyni, sérfræðingi í mannauðsmálum og fjölluðu þeir um skuldbindingar OR vegna Brúar lífeyrissjóðs. Drög að samkomulagi við Brú lífeyrissjóð lögð fram.

Samþykkt samhljóða.

 1. Klukkan 13:40 mættu Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri og Edda Sif Aradóttir, staðgengill framkvæmdastjóra Þróunar til fundarins, lögðu fram og kynntu minnisblöð um stöðu umhverfismælikvarða, dags. 18. janúar 2018 og um forðagæslu, dags. sama dag. Umræður.

 

Klukkan 14:00 mætti Inga Dóra Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri Veitna, til fundarins og kynnti ásamt umhverfisstjóra upplýsingar um gerlamengun sem kom fram í neysluvatni. Umræður.

 

Marta Guðjónsdóttir og Halldór Halldórsson óska bókað:

 

Ljóst er skerpa þarf á verkferlum um tilkynningaskyldu til almennings þegar um umhverfis- og eða mengunarslys er að ræða. Margt fór úrskeiðis við að koma uppfærðum upplýsingum til almennings varðandi gerlamengun í neysluvatni. Fréttatilkynningar fóru ýmist of seint út eða voru ekki með réttum upplýsingum og tveimur hverfum sleppt þar sem grunur lék á um að vatnið gæti verið heilsuspillandi. Þegar mengun af þessu tagi kemur upp sem snertir meira og minna alla borgarbúa væri réttast að boða til blaðamannafundar og upplýsa um málið.

 

 1. Klukkan 15:00 mætti Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi, til fundarins og kynnti drög að ársskýrslu ársins 2017, sem einnig er umhverfisskýrsla, ásamt Hólmfríði Sigurðardóttur, umhverfisstjóra. Framsetning skýrslu ársins 2017 er með breyttu sniði. Óskað eftir ábendingum stjórnar fyrir 31. janúar nk.

 

 1. Klukkan 15:20 mættu Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar og Trausti Björgvinsson, forstöðumaður virkjanareksturs ON til fundarins og gerðu grein fyrir eldsvoða sem varð í Hellisheiðarvirkjun þann 13. janúar sl. Umræður.

 

 1. Klukkan 15:40 mætti Guðrún Erla Jónsdóttir, stefnustjóri, til fundarins og lagði fram rýni heildarstefnu Orkuveitu Reykjavíkur.

Samþykkt samhljóða með smávægilegum breytingum.

 

 1. Lagðar fram til rýni siðareglur Orkuveitu Reykjavíkur. Ekki eru lagðar til breytingar á gildandi siðareglum.

Siðareglur samþykktar samhljóða.

 

 1. Lögð fram til rýni óbreytt starfskjarastefna. Stefnan hefur verið rýnd hjá starfskjaranefnd.

Starfskjarastefna samþykkt samhljóða.

 

 1. Rætt um fyrirkomulag innri endurskoðunar Orkuveitu Reykjavíkur. Ítrekað er erindi til eigendasveitarfélaga frá 22. nóvember 2017 þar sem þess var óskað að eigendur gerðu grein fyrir sjónarmiðum sínum um fyrirkomulag innri endurskoðunar.

 

 1. Lagt fram erindi Símans dags. 5. janúar 2018. Stjórn er meðvituð um að viðræður eru enn í gangi á milli Símans og Gagnaveitu Reykjavíkur. Samþykkt að beina erindinu til stjórnar Gagnaveitu Reykjavíkur, enda varðar efni þess verkefni GR.

 

Halldór Halldórsson vék af fundi klukkan 16:30

 

 1. Lagt fram erindi, dags. 13. desember 2017, um verklag við beitingu 18. gr. reglugerðar nr. 297/2006 um Orkuveitu Reykjavikur ásamt minnisblaði Þjónustu um sama efni, dags. 8. janúar 2018. Samþykkt að svara erindinu með vísan til efnis minnisblaðsins.

 

 1. Forstjóri lagði fram og kynnti skýrslu sína um starfsemina á milli stjórnarfunda. Umræður.

 

 1. Önnur mál.
 • Lagt fram minnisblað forstjóra, dags. 22. janúar 2018, þar sem gerð er grein fyrir fyrirhugaðri skipan stjórnar Foss fasteignafélags slhf. Ekki voru gerðar athugasemdir við fyrirhugaða skipan stjórnarinnar.

 

 

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 16:45.

 

Brynhildur Davíðsdóttir,

Áslaug M. Friðriksdóttir, Gylfi Magnússon, Halldór Halldórsson, Marta Guðjónsdóttir, Rakel Óskarsdóttir, Sigríður Rut Júlíusdóttir, Björn Bjarki Þorsteinsson.