Fundargerð stjórnar #253 (fundargögn)

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2017, mánudaginn 18. desember kl. 13:15 var haldinn 253. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

 

Fundinn sátu: Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Kjartan Magnússon, Sigríður Rut Júlíusdóttir, Áslaug M. Friðriksdóttir, Rakel Óskarsdóttir og Björn Bjarki Þorsteinsson.

 

Einnig tók þátt Bjarni Bjarnason, forstjóri.

 

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

 

Þetta gerðist:

 

  1. Fundargerð stjórnarfundar SF 252 undirrituð og staðfest.

 

  1. Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála, mætti til fundarins og gerði grein fyrir fjármögnun félagsins. Lög fram svohljóðandi tillaga um fjármögnun:

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) samþykkir heimild til forstjóra eða framkvæmdastjóra fjármála til fjármögnunar, í formi skuldabréfaútgáfu, víxlaútgáfu eða bankaláns fyrir allt að 15 milljarða króna á árinu 2018. 

Heimild til skuldabréfa- og víxlaútgáfu fellur undir ramma OR sem stofnaður var utan um fjármögnun á íslenskum fjármálamarkaði á árinu 2016. Útgáfurammi þessi var samþykktur af stjórn OR í október 2016 og veitir heimild til útgáfu skuldabréfa og víxla og getur heildarútgáfa numið allt að 50 milljörðum króna, útistandandi á hverjum tíma. 

Fjármögnunarheimildin er í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun.

Framangreind heimild nær einnig til undirritunar allra skjala sem heimildin nær yfir.

 

Samþykkt samhljóða.

 

Áhættuskýrsla, dags. 30. nóvember 2017 lögð fram.

  1. Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitunnar mætti til fundarins kl 13:40 ásamt Árna Árnasyni og gerði grein fyrir tekju- og fjárhagsmódeli Gagnaveitu Reykjavíkur eins og óskað var eftir á stjórnarfundi SF 252.

 

  1. Erindi Símans, dags. 27. nóvember 2017, varðandi aðgang að aðgangsneti Gagnaveitu Reykjavíkur lagt fram. Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur verið upplýst um að viðræður GR og Símans um aðgang séu þegar hafnar.

 

  1. [Trúnaður. Tekið úr opinberri fundargerð. Ritari stjórnar og forstjóri OR viku af fundi.]

 

  1. Klukkan 15:10 mættu Inga Dóra Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri Veitna ohf. og Fjóla Jóhannesdóttir, fagstjóri fráveitu, til fundarins og kynntu drög að framtíðarsýn fráveitu. Umræður.

 

  1. Lagt fram minnisblað um stöðu umhverfismælikvarða, dags. 14. desember 2017 og minnisblað um forðagæslu, dags. sama dag.

 

  1. Klukkan 15:30 mætti Guðrún Erla Jónsdóttir stefnustjóri til fundarins og kynnti framvindu stefnuverkefna samstæðu OR.

 

  1. Starfsáætlun stjórnar fyrir árið 2018 lögð fram og samþykkt samhljóða.

 

  1. Forstjóri lagði fram og kynnti skýrslu sína um starfsemina á milli stjórnarfunda. Umræður.

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 16:10.

 

Brynhildur Davíðsdóttir,

Áslaug M. Friðriksdóttir, Gylfi Magnússon, Kjartan Magnússon, Rakel Óskarsdóttir, Sigríður Rut Júlíusdóttir, Björn Bjarki Þorsteinsson.