Fundargerð stjórnar #250 (fundargögn)

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2017, mánudaginn 16. október kl. 13:15 var haldinn 250. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

 

Fundinn sátu: Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Kjartan Magnússon, Sigríður Rut Júlíusdóttir, Rakel Óskarsdóttir, Björn Bjarki Þorsteinsson að hluta og Marta Guðjónsdóttir að hluta í fjarveru Áslaugar M. Friðriksdóttur.

 

Einnig tók þátt Bjarni Bjarnason, forstjóri.

 

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

 

Þetta gerðist:

 

  1. Fundargerð stjórnarfundar 249 undirrituð og staðfest.

 

  1. Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála, mætti til fundarins ásamt Bjarna Frey Bjarnasyni og lagði fram og kynnti að nýju fjárhagspá 2018-2023 fyrir samstæðu OR.

Inga Dóra Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri Veitna ohf. mætti til fundarins kl. 13:30 og kynnti fjárhagsspá Veitna 2018-2023.

 

Marta Guðjónsdóttir mætti til fundarins kl 14:00.

Bjarki Þorsteinsson vék af fundi kl 14:15.

 

Kl 14:15 mætti Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdastjóri ON, til fundarins og kynnti fjárhagsspá ON 2018-2023.

 

Kl 14.35 mætti Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri GR, til fundarins og kynnti fjárhagsspá Gagnaveitu Reykjavíkur 2018-2023.

 

Afgreiðslu fjárhagsáætlunar frestað til aukafundar.

 

Kjartan Magnússon lagði fram eftirfarandi tillögu:

 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til sem fyrst verði ráðist í aðgerðir til að efla hreinsibúnað Veitna í því skyni að lágmarka það magn plastagna, sem berst út í sjó frá skólphreinsistöðvum fyrirtækisins. Minnt er á fyrri tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um málið frá 26. september 2016. Forstjóra er falið að óska eftir tillögum um aðgerðir og kostnað vegna þeirra frá stjórn Veitna í tengslum við fjárhagsáætlun 2018.

 

  1. Ingvar Stefánsson kynnti stöðu fjármögnunar Orkuveitu Reykjavíkur ásamt Bjarna Frey Bjarnasyni.

 

  1. Upplýsingaöryggisstefna og upplýsingatæknistefna lagðar fram til rýni. Stefnurnar rýndar og samþykktar samhljóða.

 

  1. Guðrún Erla Jónsdóttir, stefnustjóri mætti til fundarins og gerði grein fyrir stöðu stefnuverkefna. Umræður.

 

  1. Sigríður Rut lagði fram og kynnti minnisblað meirihluta starfskjaranefndar um þörfina á starfskjaranefnd og aðra valkosti. Lögð fram tillaga um óbreytt ástand. Tillögunni fylgir greinargerð.

Tillagan samþykkt með atkvæðum Brynhildar Davíðsdóttur, Gylfa Magnússonar, Sigríðar Rutar Júlíusdóttur og Rakelar Óskarsdóttur. Kjartan Magnússon og Marta Guðjónsdóttir sitja hjá og óska bókað:

 

Kjartan Magnússon og Marta Guðjónsdóttir ítreka þá skoðun sína að ekki sé þörf á sérstakri nefnd til að fjalla um um kjör forstjóra og innri endurskoðanda með þeim kostnaði sem slíku fylgir.

 

  1. Lögð fram minnisblöð um stöðu umhverfismála og forðagæslu, dags. 12. október 2018. Edda Sif Aradóttir mætti til fundarins og gerði grein fyrir minnisblaði um forðagæslu.

 

  1. Jakob Sigurður Friðriksson lagði fram og kynnti svohljóðandi tillögu um hækkun gjaldskrár veiðigjald í Elliðaánum. Tillögunni fylgir greinargerð:

 

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur staðfestir, með fyrirvara um samþykki Reykjavíkurborgar tillögu Stangveiðifélags Reykjavíkur (SVFR)um breytingar á verðskrá í Elliðaám fyrir árið 2018.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Önnur mál.
  • Ákveðið að starfsdagur stjórnar verði mánudaginn 20. nóvember nk. kl 9-12. Stjórnarfundur verði eftir hádegi þann sama dag kl 13:15-17:00.

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 17:00.

 

Brynhildur Davíðsdóttir,

Gylfi Magnússon, Kjartan Magnússon, Marta Guðjónsdóttir, Rakel Óskarsdóttir, Sigríður Rut Júlíusdóttir, Björn Bjarki Þorsteinsson.