Fundargerð stjórnar #249 (fundargögn)

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2017, mánudaginn 25. september kl. 13:15 var haldinn 249. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

Fundinn sátu: Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Áslaug Friðriksdóttir, Kjartan Magnússon, Sigríður Rut Júlíusdóttir, Rakel Óskarsdóttir og Björn Bjarki Þorsteinsson.
Einnig sat fyrri hluta fundarins Páll Gestsson, í fjarveru Gylfa Magnússonar.

Einnig tók þátt Bjarni Bjarnason, forstjóri.

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

Þetta gerðist:

 1. Fundargerð stjórnarfundar 248 undirrituð og staðfest.
   
 2. Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri Fjármála mætti til fundarins ásamt Bjarna Frey Bjarnasyni, lagði fram og kynnti fjárhagspá 2018. Kjartan Magnússon óskar eftir því að stjórn verði gert viðvart áður en arður verður greiddur út úr fyrirtækinu.
   
 3. Ingvar Stefánsson kynnti stöðu fjármögnunar Orkuveitu Reykjavíkur ásamt Bjarna Frey Bjarnasyni.
   
 4. Guðmundur I. Bergþórsson, innri endurskoðandi mætti til fundarins og gerði grein fyrir eftirfarandi málefnum:

  Stöðu verkefna, starfsemi og 6 mánaða uppgjöri,
  - áætlun 1.9.2017-31.8.2018,
  - niðurstöðum úr eftirfarandi skoðunum:
       - eftirfylgniskoðun, Fjárhagsleg uppgjör,
       - frumskoðun, Auðlindastýring og –vöktun,
  - stöðu ábendinga.
  Umræður.

  Björn Bjarki Þorsteinsson mætti til fundarins kl 14:20.
  Gylfi Magnússon mætti til fundarins kl 14:50 og Páll Gestsson yfirgaf þá fundinn.


  Danielle Neben mætti til fundarins og kynnti stöðu verkefnisins, The Internal Control Environment-Project update.

  Áslaug M. Friðriksdóttir mætti til fundarins kl 15:06.
   
 5. Erling Freyr Guðmundsson og Jóna Björk Helgadóttir, hrl. mættu til fundarins, lögðu fram og kynntu minnisblað framkvæmdastjóra Gagnaveitu Reykjavíkur um erindi forstjóra Símans, sem sent var til stjórnarmanna 11. júlí sl. Umræður.

  Kjartan Magnússon vék af fundi kl 16:30.
   
 6. Rætt um stöðu fasteigna að Bæjarhálsi 1. Áslaug M Friðriksdóttir vék af fundi við umræður um þennan lið. Stjórn samþykkir að fela forstjóra að halda áfram að vinna tillögu að bestu mögulegu lausn á málum er varða Bæjarháls 1.
   
 7. Starfsreglur stjórnar. Frestað.
   
 8. Lögð fram minnisblöð um stöðu umhverfismála og forðagæslu, dags. 20. september 2018.
   
 9. Skýrsla forstjóra um starfsemina á milli stjórnarfunda lögð fram og kynnt.
  Umræður.
   
 10. Önnur mál.
 • Ákveðið að starfsdagur stjórnar verði fyrir hádegi mánudaginn 16. október nk.

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 17:10.

Brynhildur Davíðsdóttir,
Áslaug Friðriksdóttir, Gylfi Magnússon, Kjartan Magnússon, Páll Gestsson, Rakel
Óskarsdóttir, Sigríður Rut Júlíusdóttir, Björn Bjarki Þorsteinsson.