Fundargerð stjórnar #247 (fundargögn)

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2017, mánudaginn 17. júlí kl. 14:00 var haldinn 247. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

 

Fundinn sátu: Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Áslaug Friðriksdóttir um fjarfundabúnað, Kjartan Magnússon, Sigríður Rut Júlíusdóttir, Rakel Óskarsdóttir og Björn Bjarki Þorsteinsson.

 

Einnig tók þátt Bjarni Bjarnason, forstjóri.

 

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

 

Þetta gerðist:

 

 

Brynhildur Davíðsdóttir, formaður, setti fundinn, sem haldinn var að beiðni Kjartans Magnússonar og Áslaugar Friðriksdóttur. Kjartan gerði athugasemd við að um upplýsingafund er að ræða og óskaði eftir því að fundurinn verði talinn formlegur stjórnarfundur. Áslaug, Bjarki og Rakel tóku undir með Kjartani. Samþykkt að fundurinn verði talinn hefðbundinn stjórnarfundur, þrátt fyrir að hann hafi ekki verið boðaður sem slíkur.

 

Bjarni Bjarnason, forstjóri, fór yfir málefni fráveitunnar í fortíð og nútíð.

 

Inga Dóra Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri Veitna, Hafliði Jón Sigurðsson,  forstöðumaður rekstrar Veitna, Íris Þórarinsdóttir, tæknistjóri fráveitu og Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri, mættu til fundarins, lögðu fram og kynntu minnisblað, dags. 17. júlí 2017, þar sem fjallað er almennt um fráveituna og spurningum sem stjórnarmenn höfðu lagt fram um málið fyrir fundinn, svarað. Umræður. Fundarmenn þökkuðu greinargóðar upplýsingar og umræður.

 

Stjórn samþykkti eftirfarandi bókun:

 

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur biðst velvirðingar á þeirri mengun sem orðið hefur vegna bilunar í skólpdælustöð við Faxaskjól og losunar óhreinsaðs skólps í sjó í tengslum við viðgerðir vegna hennar. Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur telur að skoða þurfi fráveitukerfi Veitna og virkni þess í samræmi við vaxandi umhverfiskröfur, ekki síst við þær aðstæður þegar bilanir koma upp eða álag verður óeðlilega mikið. Stjórnin lýsir ánægju með nýtt verklag Veitna varðandi samskipti við heilbrigðiseftirlit og aukna upplýsingagjöf til almennings.  Stjórnin telur að upplýsa hefði átt almenning jafnóðum um þá skolplosun, sem átti sér stað í tengslum við umræddar viðgerðir. Stjórnin vill jafnframt koma þökkum á framfæri við starfsmenn Veitna, sem hafa unnið að viðgerðum og strandhreinsun.

 

 

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 17:00.

 

Brynhildur Davíðsdóttir,

Áslaug Friðriksdóttir, Gylfi Magnússon, Kjartan Magnússon,

Sigríður Rut Júlíusdóttir, Rakel Óskarsdóttir, Björn Bjarki Þorsteinsson.