Fundargerð stjórnar #246 (fundargögn)

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2017, mánudaginn 19. júní kl. 13:15 var haldinn 246. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

 

Fundinn sátu: Gylfi Magnússon, Áslaug Friðriksdóttir, Kjartan Magnússon, Sigríður Rut Júlíusdóttir, Margrét Björnsdóttir í fjarveru Brynhildar Davíðsdóttur, Rakel Óskarsdóttir og Björn Bjarki Þorsteinsson.

 

Einnig tók þátt Bjarni Bjarnason, forstjóri.

 

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

 

Þetta gerðist:

 

 1. Fundargerð SF 245 staðfest og undirrituð.

 

 1. Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála gerði grein fyrir stöðu fjármögnunar OR, lagði fram og kynnti áhættuskýrslu, dags. 31.5.2017. Umræður. Ásgeir Westergren, forstöðumaður áhættustýringar, mætti á fundinn og gerði grein fyrir stöðu álmarkaða.
 2. Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri og Guðrún Erla Jónsdóttir, stefnustjóri mættu á fundinn og lögðu fram til rýni umhverfis- og auðlindastefnu. Umræður. Óbreytt stefna samþykkt samhljóða.

 

 1. Guðrún Erla Jónsdóttir kynnti stöðu stefnuverkefna í samstæðu OR. Umræður.

 

 1. Hólmfríður Sigurðardóttir umhverfisstjóri mætti til fundarins, lagði fram og kynnti minnisblað um stöðu umhverfismælikvarða, dags. 15. júní 2017. Umræður. Einnig lagt fram minnisblað um stöðu forðagæslu, dags. 15. júní 2017. Umræður.

 

Bjarni Már Júlíusson og Ólöf Andrjesdóttir frá ON og Eiríkur Hjálmarsson, mættu til fundarins og gerðu grein fyrir aurburði úr uppistöðulóni Andakílsárvirkjunar í ána, þeim aðgerðum sem gripið hefur verið og eru fyrirhugaðar. Umræður.

 

 1. Guðmundur I. Bergþórsson, innri endurskoðandi og Sunna Jóhannsdóttir, nefndarmaður í endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar, mættu til fundarins kl 15:10. Sunna lagði fram tillögu um skýrslugjöf innri endurskoðanda til stjórnar um óloknar ábendingar. Umræður. Samþykkt að fela innri endurskoðanda að útbúa yfirlit í samræmi við tillöguna og leggja fyrir næsta stjórnarfund. Í kjölfarið verði ákveðið hversu oft yfirlitið verði lagt fyrir stjórn.

Innri endurskoðandi lagði fram og kynnti eftirtalin gögn og gerði grein fyrir málefnum innri endurskoðunar:

 

 • Starfsáætlun.
 • Breytingu á erindisbréfi – tillaga til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
 • Ytra gæðamati 2017.
 • Niðurstöðum úr frumskoðun á fráveitu.
 • Niðurstöðum úr eftirfylgniskoðun á rafveitu.

 

 1. Lögð fram tillaga að svari við erindi forstjóra Símans til stjórnarmanna varðandi Gagnaveitu Reykjavíkur.  Tillagan samþykkt með atkvæðum Gylfa Magnússonar, Sigríðar Rutar Júlíusdóttur og Margrétar Björnsdóttur. Áslaug M. Friðriksdóttir, Kjartan Magnússon og Rakel Óskarsdóttir sitja hjá.

 

 1. Sólrún Kristjánsdóttir, starfsmannastjóri mætti á fundinn og gerði grein fyrir starfsmannamálum í samstæðu OR.

 

Rakel Óskarsdóttir yfirgaf fundinn kl 16:30.

 

 1. Forstjóri lagði fram og kynnti skýrslu sína, dags. 15. júní 2017, um starfsemi á milli stjórnarfunda. Umræður.
 2. Önnur mál.

 

 

 

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 17:05.

 

Gylfi Magnússon,

Áslaug Friðriksdóttir, Kjartan Magnússon, Margrét Björnsdóttir,

Sigríður Rut Júlíusdóttir, Rakel Óskarsdóttir, Björn Bjarki Þorsteinsson.