Fundargerð stjórnar #245 (fundargögn)

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2017, mánudaginn 15. maí kl. 13:15 var haldinn 245. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

 

Fundinn sátu: Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Áslaug Friðriksdóttir, Sigríður Rut Júlíusdóttir, Rakel Óskarsdóttir og Björn Bjarki Þorsteinsson.

 

Einnig tók þátt Bjarni Bjarnason, forstjóri.

 

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

 

Þetta gerðist:

 

 1. Fundargerð SF 244 staðfest og undirrituð.

 

 1. Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála lagði fram og kynnti þriggja mánaða árshlutauppgjör Orkuveitu samstæðunnar, ásamt Bryndísi Maríu Leifsdóttur, forstöðumanni reikningshalds. Umræður. Uppgjörið borið upp, samþykkt samhljóða og undirritað.

 

Ingvar Stefánsson gerði einnig grein fyrir stöðu fjármögnunar OR, lagði fram og kynnti áhættuskýrslu. Umræður.

Lögð fram svohljóðandi tillaga. Tillögunni fylgir greinargerð:

 

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) samþykkir lántöku hjá Norræna fjárfestingabankanum (NIB) að fjárhæð USD 44 milljónum (c.a 4,7 milljarðar, USD/ISK 106,2) og jafnframt heimilar forstjóra eða framkvæmdarstjóra fjármála jafnframt að undirrita öll skjöl sem þessi lántaka tekur til. Lántakan er í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun og háð samþykki og ábyrgð eigenda OR á 80% af lántökunni.

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

 1. Formaður lagði fram og kynnti mat á störfum forstjóra. Samþykkt

 

 1. Kristjana Kjartansdóttir, gæðastjóri og Guðrún Erla Jónsdóttir, stefnustjóri komu á fundinn, lögðu fram og kynntu rýni gæðastefnu. Stefnan samþykkt samhljóða. Einnig var kynnt vinna við lykilmælikvarða.

 

 1. Reynir Guðjónsson, öryggisstjóri mætti til fundarins, lagði fram og kynnti ÖHV stefnu til rýni. Stefnan samþykkt samhljóða. Stefnuverkefni öryggismála einnig kynnt.

 

 1. Forstjóri lagði fram til staðfestingar ákvörðun hluthafafundar ON um að taka tilboði Jarðborana í borútboði. Samþykkt samhljóða.

 

 1. Hólmfríður Sigurðardóttir umhverfisstjóri mætti til fundarins, lagði fram og kynnti minnisblað um stöðu umhverfismælikvarða, dags. 11. maí 2017. Umræður.

 

 1. Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur mætti á fundinn ásamt Írisi Lind Sæmundsdóttur, lögfræðingi, lagði fram og kynnti umsögn Gagnaveitu Reykjavíkur vegna erindis Símans sem sent var til stjórnarmanna og svör við fyrirspurn RÓ frá SF244. Ritara falið að gera tillögu að svari við erindi Símans til stjórnarmanna og leggja fyrir stjórn.

 

 1. Danielle Pamela Neben mætti til fundarins og gerði grein fyrir skoðun á innri endurskoðun OR.

 

Guðmundur I. Bergþórsson, innri endurskoðandi lagði fram og gerði grein fyrir áætlun um gæðastarf innri endurskoðunar 2017, dags. 15. maí 2017 og umsögn, dags. 15. maí 2017 um starfsreglur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar, sbr. erindi endurskoðunarnefndar, dags. 3. apríl 2017. Samþykkt að óska eftir fundi með endurskoðunarnefnd um málið.

 

 1. Forstjóri lagði fram og kynnti skýrslu sína, dags. 11. maí 2017, um starfsemi á milli stjórnarfunda.  
 2. Hildigunnur H. Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Þróunar, mætti til fundarins, lagði fram og kynnti minnisblað um forðagæslu, dags. 11. maí 2017. Hildigunnur kynnti einnig íslenska djúpborunarverkefnið.

 

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 16:50.

 

Brynhildur Davíðsdóttir,

Áslaug Friðriksdóttir, Gylfi Magnússon,

Sigríður Rut Júlíusdóttir, Rakel Óskarsdóttir, Björn Bjarki Þorsteinsson.