Fundargerð stjórnar #244 (fundargögn)

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2017, mánudaginn 24. apríl kl. 13:15 var haldinn 244. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

 

Fundinn sátu: Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Áslaug Friðriksdóttir, Kjartan Magnússon, Sigríður Rut Júlíusdóttir, Rakel Óskarsdóttir og Ragnar Frank Kristjánsson í fjarveru Björns Bjarka Þorsteinssonar.

 

Einnig tók þátt Ingvar Stefánsson fjármálastjóri í fjarveru Bjarna Bjarnasonar forstjóra.

 

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

 

Þetta gerðist:

 

 1. Fundargerð SF 242 og SF 243 staðfestar og undirritaðar.

 

 1. Brynhildur Davíðsdóttir bauð Rakel Óskarsdóttur nýjan fulltrúa Akraneskaupstaðar velkomna á hennar fyrsta stjórnarfund.

 

 1. Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála gerði grein fyrir stöðu fjármögnunar OR. Umræður.

 

 1. Rætt um mat stjórnar á þörf á mönnun starfsmanna stjórnar og undirnefndum.

Samþykkt að fela starfskjaranefnd að meta þörf á undirnefndum stjórnar.

 

 1. Lögð fram gæðastefna til rýni.

Frestað.

 

 1. Lagt fram erindi Neyðarlínunnar ohf., dags. 28. mars 2017 um ósk þeirra á kaupum á eignarhlut Orkuveitu Reykjavíkur í Neyðarlínunni.

Samþykkt að láta fara fram mat á verðmæti hlutarins og að óska upplýsinga frá Reykjavíkurborg um afstöðu hennar til eignarhaldsins.

 

 1. Hólmfríður Sigurðardóttir umhverfisstjóri mætti til fundarins, lagði fram og kynnti minnisblað um stöðu umhverfismælikvarða, dags. 19. apríl 2017. Umræður.

 

 1. Lagt fram minnisblað, dags. 19. apríl 2017 varðandi tillögu á uppsetningu á tveimur síritandi loftgæðamælistöðvum við austurenda byggðar í Breiðholti og í Grafarholti-Úlfarsárdal, auk umsagnar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um málið, dags. 5. apríl 2017. Umræður.

Stjórn beinir því til forstjóra að taka málið upp í stjórn Orku náttúrunnar og leggur áherslu á mikilvægi þess að mælistöð verði staðsett í austurbyggðum Reykjavíkur, Breiðholti, Grafarholti-Úlfarsárdal.

 

 1. Ritari kynnti minnisblað um stöðu framkvæmda á húsnæðinu á Bæjarhálsi 1, dags. 21. apríl 2017.

 

Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir ítreka eftirfarandi fyrirspurn, sem lögð var fram á stjórnarfundi OR 24. október sl. eða fyrir réttum sex mánuðum:

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir upplýsingum um umfangsmiklar viðgerðir sem nú standa yfir á húsnæði Orkuveitunnar við Bæjarháls. Hefur verið gerð heildarúttekt á skemmdum og kostnaði vegna þeirra? Hver ber straum af kostnaði vegna viðgerðanna?

 

 1. Lagt fram svar, dags. 24. apríl 2017, við fyrirspurn Áslaugar Maríu Friðriksdóttur og Kjartans Magnússonar frá stjórnarfundi SF 243.

 

 1. Sólrún Kristjánsdóttir, starfsmannastjóri og Bjarni Freyr Bjarnason, mættu til fundarins og kynnti launaþróun innan samstæðu OR milli áranna 2015 og 2016.

 

 1. Lagt fram erindi endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar, dags. 3. apríl 2017, varðandi upplýsingagjöf innri endurskoðanda til endurskoðunarnefndar og stjórnar. Vísað til umsagnar innri endurskoðanda.

 

Umfjöllun um erindisbréf innri endurskoðanda frestað.

 

 1. Lagt fram minnisblað forstjóra um starfsemina milli stjórnarfunda, dags. 21. apríl 2017.

 

 1. Önnur mál.

 

 • Lagt fram erindi Símans til stjórnarmanna, dags. 7. apríl 2017. Umræður. Samþykkt að óska umsagnar Gagnaveitu Reykjavíkur um erindið.

 

 • Lagt fram minnisblað um gæði neysluvatns á Akranesi, dags. 7. apríl 2017.

 

 • Stjórn samþykkir að fela forstjóra að láta endurskoða ferli undirbúnings arðgreiðslna (LBP-110) með hliðsjón af þeim knöppu tímamörkum sem þar koma fram.

 

 • Kjartan Magnússon lagði fram tillögu um að haldið verði málþing til heiðurs Jóhannesi Zoëga í tilefni af því að liðin eru 100 ár frá fæðingu hans.

Samþykkt.

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 16:00.

 

Brynhildur Davíðsdóttir,

Áslaug Friðriksdóttir, Gylfi Magnússon, Kjartan Magnússon,

Sigríður Rut Júlíusdóttir, Rakel Óskarsdóttir, Ragnar Frank Kristjánsson.