Fundargerð stjórnar #241 (fundargögn)

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2017, þriðjudaginn 7. mars kl. 12:00 var haldinn 241. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn um síma.

 

Í fundinum tóku þátt: Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Áslaug Friðriksdóttir, Kjartan Magnússon, Sigríður Rut Júlíusdóttir, Valdís Eyjólfsdóttir og Björn Bjarki Þorsteinsson.

 

Einnig tóku þátt Bjarni Bjarnason, forstjóri, Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála, Bryndís María Leifsdóttir, forstöðumaður reikningshalds, Bjarni Freyr Bjarnason og endurskoðendurnir Kristrún H. Ingólfsdóttir og Guðný H. Guðmundsdóttir.

 

Fundarritari var Elín Smáradóttir

 

Þetta gerðist:

 

  1. Ársreikningur 2016 lagður fram að nýju ásamt endurskoðunarskýrslu 2016 og umsögn endurskoðunarnefndar. Ingvar Stefánsson kynnti reikninginn í meginatriðum. Endurskoðendur gerðu grein fyrir áritun endurskoðenda og endurskoðunarskýrslu. Ársreikningurinn borinn upp og samþykktur samhljóða.

 

Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon og Sigríður Rut Júlíusdóttir óska bókað:

 

Sá ársreikningur samstæðu OR sem nú er samþykktur staðfestir þann gagngera viðsnúning sem orðinn er á rekstri og fjárhag samstæðunnar. Planið, sem eigendur OR, stjórn og stjórnendur hleyptu af stokkunum snemma árs 2011, var metnaðarfull áætlun sem krafðist uppstokkunar í rekstri og allri nálgun OR við að sinna hlutverki sínu. Ársreikningur samstæðu OR fyrir árið 2016, sem var síðasta ár Plansins, sýnir að samstillt átak starfsfólks, stjórnenda, stjórnar og eigenda skilaði árangri langt umfram markmið. Hlut viðskiptavina, vegna leiðréttingar á verði þjónustunnar í takt við verðlag, má heldur ekki vanmeta.

 

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur minnir á að á sama árabili og þessi umskipti í rekstri áttu sér stað hefur;

•        OR fengið eigendastefnu, fyrst íslenskra orkufyrirtækja,

•        hlutverk fyrirtækisins verið skerpt,

•        stjórnháttum verið breytt til batnaðar,

•        tekist að ná traustari tökum á umhverfisáhrifum virkjana,

•        ánægja viðskiptavina með þjónustu fyrirtækjanna innan samstæðunnar vaxið,

•        eftirtektarverður árangur náðst í jafnréttismálum og

•        starfsánægja vaxið jafnt og þétt.

 

Nú í lok Plansins þakkar stjórn OR öllu starfsfólki samstæðunnar fyrir vel unnið verk.

 

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 12:30.

 

Brynhildur Davíðsdóttir,

Áslaug Friðriksdóttir, Gylfi Magnússon, Kjartan Magnússon,

Sigríður Rut Júlíusdóttir, Valdís Eyjólfsdóttir, Björn Bjarki Þorsteinsson.