Fundargerð stjórnar #240 (fundargögn)

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2017, mánudaginn 20. febrúar kl. 9:00 var haldinn 240. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn í Hannesarholti við Grundarstíg.

 

Fundinn sátu: Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Áslaug Friðriksdóttir, Kjartan Magnússon, Sigríður Rut Júlíusdóttir og Valdís Eyjólfsdóttir.

 

Einnig sat fundinn Bjarni Bjarnason, forstjóri og Guðmundur I. Bergþórsson, innri endurskoðandi.

 

Fundarritari var Elín Smáradóttir

 

Þetta gerðist:

 

  1. Fundargerð SF 239 staðfest og undirrituð.

 

  1. Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála fór yfir lykiltölur fjármála. Umræður. Einnig lögð fram og kynnt áhættuskýrsla, dags. 31.01.2017.

 

  1. Lögð fram drög að ársreikningi 2016. Ingvar Stefánsson fór yfir reikninginn ásamt Bryndísi Maríu Leifsdóttur, forstöðumanni reikningshalds. Umræður. Samþykkt að boða til símafundar þann 7. mars 2017 til að afgreiða reikninginn.

 

Stjórn samþykkir að óska eftir að fá frá Reykjavíkurborg afrit af skýrslu Summu um ákvörðun ábyrgðargjalds.

 

  1. Kenneth Breiðfjörð, forstöðumaður innkaupa- og rekstrarþjónustu, kom á fundinn og lagði fram til rýni innkaupastefnu Orkuveitu Reykjavíkur og tillögu að breyttu orðalagi stefnunnar. Samþykkt samhljóða.

 

  1. Guðrún Erla Jónsdóttir, stefnustjóri, kom til fundarins og kynnti stöðu stefnuverkefna í samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur.

 

  1. Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri mætti til fundarins, lagði fram og kynnti minnisblað um stöðu umhverfismælikvarða, dags. 16. febrúar 2017. Umræður.

 

  1. Hólmfríður Sigurðardóttir lagði fram til samþykktar umhverfisskýrslu fyrir árið 2016, sem kynnt var á SF 239. Skýrslan samþykkt samhljóða og undirrituð.

 

  1. Bjarni Bjarnason lagði fram og kynnti minnisblað forstjóra um starfsemina milli stjórnarfunda, dags. 17. febrúar 2017.  Umræður.

 

  1. Lögð fram svohljóðandi tillaga:

 

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur felur forstjóra að láta fara fram greiningu á lagalegri stöðu hvað varðar takmarkanir á flugi og öðrum samgöngum innan skilgreindra vatnsverndarsvæða. Verði það niðurstaða slíkrar greiningar að lögum eða stjórnsýsluframkvæmd sé ábótavant hvað slíkar samgöngur varðar, þá verði gerðar tillögur til úrbóta með það fyrir augum að kynna þær fyrir viðeigandi stjórnsýslustofnunum eða löggjafanum eftir atvikum.

 

 

 

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 12:00.

 

Brynhildur Davíðsdóttir,

Áslaug Friðriksdóttir, Gylfi Magnússon, Kjartan Magnússon,

Sigríður Rut Júlíusdóttir, Valdís Eyjólfsdóttir.