Fundargerð stjórnar #239 (fundargögn)

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2017, mánudaginn 16. janúar kl. 13:15 var haldinn 239. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

 

Fundinn sátu: Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Áslaug Friðriksdóttir, Kjartan Magnússon, Sigríður Rut Júlíusdóttir, Valdís Eyjólfsdóttir og Björn Bjarki Þorsteinsson.

 

Einnig sat fundinn Bjarni Bjarnason.

 

Fundarritari var Elín Smáradóttir

 

Þetta gerðist:

 

  1. Fundargerð SF 238 staðfest og undirrituð.

 

  1. Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála fór yfir stöðu fjármögnunar. Umræður. Einnig lögð fram og kynnt áhættuskýrsla, dags. 3.01.2017.

 

  1. Kenneth Breiðfjörð, forstöðumaður innkaupa- og rekstrarþjónustu gerði grein fyrir innkaupayfirliti ársins 2016 og lagði yfirlitið fram. Umræður.

 

  1. Guðrún Erla Jónsdóttir, stefnustjóri kom á fundinn, lagði fram og kynnti rýni heildarstefnu og starfskjarastefnu Orkuveitunnar. Lagt til að stefnurnar verði óbreyttar. Umræður. Samþykkt samhljóða.

 

Guðrún Erla afhenti stjórnarmönnum eintak af OR bókinni.

 

Guðrún Erla kynnti einnig stefnuverkefni ársins 2017 í samstæðu OR.

 

Sigríður Rut Júlíusdóttir, formaður starfskjaranefndar lagði fram minnisblöð starfskjaranefndar varðandi tillögu að kjörum forstjóra og innri endurskoðanda, dags. 16. janúar 2017. Umræður.

 

Lagt til að samþykkt verði að laun forstjóra breytist í samræmi við tillögu starfskjaranefndar.

 

Samþykkt með atkvæðum Brynhildar Davíðsdóttur, Gylfa Magnússonar og Sigríðar Rutar Júlíusdóttur. Áslaug M. Friðriksdóttir, Kjartan Magnússon og Valdís Eyjólfsdóttir sitja hjá.

 

Tillaga starfskjaranefndar um breytingu á launum innri endurskoðanda samþykkt samhljóða.

 

  1. Hildigunnur H. Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Þróunar lagði fram og gerði grein fyrir tillögum að breytingum á auðlindamælikvörðum. Ákvörðun frestað.

 

  1. Jóhannes Karl Sveinsson, hrl. kom á fundinn fór yfir stöðu mála gagnvart Norðuráli og stöðu uppgjörs vegna vélakaupa. Lagt fram minnisblað Jóhannesar Karls, dags. 10. janúar 2017. Umræður. Stjórn felur forstjóra að óska eftir afriti af niðurstöðu gerðardóms Norðuráls og HS Orku.

 

  1. Sólrún Kristjánsdóttir, starfsmannastjóri kom á fundinn og kynnti helstu niðurstöður vinnustaðagreiningar sem framkvæmd var meðal starfsmanna samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur í desember sl.

 

  1. Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri, mætti til fundarins og lagði fram minnisblað um stöðu umhverfismælikvarða, dags. 12. janúar 2017.

 

  1. Hólmfríður Sigurðardóttir lagði fram og kynnti drög að umhverfisskýrslu fyrir árið 2016. Umræður.

 

  1. Bjarni Bjarnason lagði fram og kynnti minnisblað forstjóra um starfsemina milli stjórnarfunda, dags. 14. janúar 2017.  Umræður.

 

 

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 17:00.

 

Brynhildur Davíðsdóttir,

Áslaug Friðriksdóttir, Björn Bjarki Þorsteinsson,

Gylfi Magnússon, Kjartan Magnússon, Sigríður Rut Júlíusdóttir, Valdís Eyjólfsdóttir.