Fundargerð stjórnar #238 (fundargögn)

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2016, mánudaginn 12. desember kl. 14:00 var haldinn 238. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn í Stöðvarstjórahúsinu Elliðaárdal.

 

Fundinn sátu: Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Áslaug Friðriksdóttir, Kjartan Magnússon, Valdís Eyjólfsdóttir, Björn Bjarki Þorsteinsson og Páll Gestsson í fjarveru Sigríðar Rutar Júlíusdóttur.

 

Einnig sat fundinn Bjarni Bjarnason.

 

Fundarritari var Elín Smáradóttir

 

Þetta gerðist:

 

 1. Fundargerð SF 237 staðfest og undirrituð.

 

 1. Áhættuskýrsla, dags. 30. nóvember 2016 lögð, fram og kynnt. Umræður.

 

 1. Trúnaðarmál: Formaður lagði fram og kynnti erindi, dags. 2. desember 2016, og tilboð, dags. sama dag, í Hellisheiðarvirkjun. Umræður.

 

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur

 

 1. Lögð fram starfsáætlun stjórnar fyrir árið 2017. Samþykkt.

 

 1. Sæmundur Friðjónsson, forstöðumaður upplýsingatækni og Guðrún Erla Jónsdóttir, stefnustjóri komu á fundinn og kynntu uppfærða upplýsingatæknistefnu, auk markmiða, mælikvarða og stefnuverkefna. Umræður.

Svohljóðandi upplýsingatæknistefna samþykkt samhljóða:

 

Orkuveita Reykjavíkur lítur á upplýsingatækni sem mikilvægan þátt í að styðja við rekstur fyrirtækisins og nauðsynlegan þátt í virðiskeðju þess. Upplýsingatæknistefna varðar hagnýtingu á upplýsingatækni í starfsemi fyrirtækisins þar sem kerfi, þjónusta og tækninýjungar skulu vera öflug stoð við þau markmið sem fyrirtækið hefur sett sér.

Gagnaöryggi er mikilvægur þáttur í rekstri upplýsingakerfa og er lögð áhersla á áreiðanlegar upplýsingar sem  nýttar eru til stýringar, þjónustu og ákvarðanatöku.

 

Það er stefna OR í upplýsingatækni að:

 

 • kerfi og gögn séu áreiðanleg, aðgengileg og örugg
 • heildaryfirsýn á upplýsingatækni sé á einum stað
 • rekstur upplýsingatækni sé eins hagkvæmur og kostur er
 • notendur upplýsingatækni hafi greiðan aðgang að þjónustu sem taki mið af þörfum þeirra hverju sinni

Upplýsingatæknistefna OR byggir á gildum og heildarstefnu OR og er sett fram til samræmis við eigendastefnu fyrirtækisins.

 

 1. Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri mætti til fundarins, lagði fram og kynnti minnisblað um stöðu umhverfismælikvarða, dags. 8. desember 2016. Umræður.

 

 1. Lögð fram til upplýsingar, fundargerð eigendafundar dags. 30. nóvember sl.

 

 1. Trúnaðarmál: Lagt fram minnisblað Orku náttúrunnar, dags. 8. desember 2016, vegna tillögu á SF 232.

 

 1. Önnur mál.

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 16:00.

 

Brynhildur Davíðsdóttir,

Áslaug Friðriksdóttir, Björn Bjarki Þorsteinsson,

Gylfi Magnússon, Kjartan Magnússon, Páll Gestsson, Valdís Eyjólfsdóttir.