Fundargerð stjórnar #235 (fundargögn)

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2016, mánudaginn 3. október kl. 13:00 var haldinn 235. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn í síma.

 

Þessi tóku þátt í fundinum:  Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Áslaug Friðriksdóttir, Kjartan Magnússon, Sigríður Rut Júlíusdóttir og Valdís Eyjólfsdóttir.

 

Einnig tóku þátt Bjarni Bjarnason, Ingvar Stefánsson, Bjarni Freyr Bjarnason og Brynja Kolbrún Pétursdóttir.

 

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

 

Þetta gerðist:

 

  1. Fjárhagsspá 2017 og fimm ára áætlun, sem frestað var á SF 234 lögð fram að nýju. Ingvar Stefánsson kynnti áætlunina og svaraði spurningum.

Umræður.

Fjárhagsáætlunin borin upp og samþykkt með atkvæðum Brynhildar Davíðsdóttur, Gylfa Magnússonar og Sigríðar Rutar Júlíusdóttur.

Kjartan Magnússon og Áslaug M. Friðriksdóttir sitja hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar og óska bókað:

 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja áherslu á að undirbúningur verði hafinn að því sem fyrst að efla hreinsibúnað Veitna í því skyni að unnt verði að lágmarka það magn plastagna sem berst út í sjó frá skólphreinsistöðvum fyrirtækisins. Slík vinna fari fram í tengslum við fjárhagsáætlun 2017, sbr. tillögu Sjálfstæðisflokksins 26. september sl.

 

Valdís Eyjólfsdóttir hringdi inn á fundinn kl. 13:20.

 

  1. Lögð fram svohljóðandi tillaga vegna samnings um endurfjármögnun skuldabréfs Magma. Tillögunni fylgir greinargerð.

 

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir áður kynnt tilboð Magma Enery Sweden (Magma) um framlagða breytingu á skuldabréfi, útgefnu 11. desember 2009 og veðsamningi um hlutabréf frá 14. desember 2009.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Lögð fram svohljóðandi tillaga vegna fjármögnunar 2016. Tillögunni fylgir greinargerð:

 

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) samþykkir að veita forstjóra og framkvæmdastjóra fjármála heimild til fjármögnunar, í formi skuldabréfaútgáfu, víxlaútgáfu eða bankaláns fyrir allt að fjórum milljörðum króna til viðbótar við áður samþykkta heimild. Fjármögnunarheimildin er í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun.

Heimildin nær einnig til undirritunar allra skjala sem heimildin nær yfir.

Samþykkt samhljóða.

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 13:30.

 

Brynhildur Davíðsdóttir,

Áslaug Friðriksdóttir, Einar Brandsson, Gylfi Magnússon,

Kjartan Magnússon, Sigríður Rut Júlíusdóttir, Valdís Eyjólfsdóttir.