Fundargerð stjórnar #232 (fundargögn)

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2016, mánudaginn 27. júní kl. 13:30 var haldinn 232. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

 

Fundinn sátu:  Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Sigríður Rut Júlíusdóttir, Áslaug Friðriksdóttir, Marta Guðjónsdóttir í fjarveru Kjartans Magnússonar, Einar Brandsson í fjarveru Valdísar Eyjólfsdóttur og Ragnar Frank Kristjánsson í fjarveru Björns Bjarka Þorsteinssonar.

 

Einnig sat fundinn Bjarni Bjarnason og Ingvar Stefánsson, að hluta.

 

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

 

Þetta gerðist:

 

  1. Fundargerð SF 231 staðfest og undirrituð.

 

  1. Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála mætti til fundarins og kynnti rekstraryfirlit janúar - apríl 2016. Einnig lögð fram áhættuskýrsla, dags. 31.05.2016. Staða fjármögnunar OR rædd.

 

Lögð fram svohljóðandi tillaga:

 

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) samþykkir heimild til forstjóra eða framkvæmdastjóra Fjármála til fjármögnunar, í formi skuldabréfaútgáfu, víxlaútgáfu eða bankaláns fyrir allt að 5,5 milljörðum króna til viðbótar áður samþykktri heimild. 

Fjármögnunarheimildin er í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun. Heimildin nær einnig til undirritunar allra skjala sem samþykktin nær yfir.

 

Umræður.

Samþykkt samhljóða.

 

Lögð fram svohljóðandi tillaga:

 

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur staðfestir töku tilboða í víxlaútboði fyrir 9 mánaða víxla, OR300317, sem var 23. júní sl., fyrir fjárhæð 1.640 milljónir ISK með flötum vöxtum 7,25%.

 

Umræður.

Samþykkt samhljóða.

 

Lögð fram svohljóðandi tillaga um breytingu á áhættustefnu varðandi varnarviðmið í vöxtum, gjaldmiðlum og álverði:

[tillagan tekin út vegna trúnaðar]

 

Umræður.

Samþykkt samhljóða.

 

Ingvar Stefánsson kynnti viðræður um endurfjármögnun á 4,6 ma.kr. skuldabréfi, sem er á gjalddaga í desember 2016.

Umræður.

 

  1. Hólmfríður Sigurðardóttir umhverfisstjóri mætti til fundarins, lagði fram og kynnti minnisblað um stöðu umhverfismælikvarða, dags. 23. júní 2016.

Umræður.

 

  1. Hólmfríður Sigurðardóttir kynnti loftslagsmarkmið OR og dótturfélaga.

Umræður.

 

  1. Jakob Sigurður Friðriksson, viðskiptaþróunarstjóri OR, mætti til fundarins og kynnti snjallmælaverkefni OR.

Umræður.

 

  1. Guðrún Erla Jónsdóttir, kynnti stöðu stefnuverkefna í samstæðu OR.

Umræður.

 

  1. Reynir Guðjónsson, öryggisstjóri kynnti rýni og breytingu á stefnu í öryggis-, heilbrigðis- og vinnueftirlitsmálum (ÖHV) og breytta mælikvarða því tengda.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Bjarni Bjarnason lagði fram og kynnti minnisblað forstjóra um starfsemina á milli stjórnarfunda, dags. 23. júní 2016. Einnig lagt fram minnisblað starfsmannastjóra til stjórnar dags. 20. júní 2016.

Umræður.

 

  1. Önnur mál.

 

  • Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

 

Stjórn OR samþykkir að teknar verði saman upplýsingar um þjónustuþörf á starfssvæði félagsins miðað við ákveðnar og ólíkar forsendur. Metin verði þörf fyrir rafmagn, kalt og heitt vatn og fráveitu á næsta áratug. Þjónustuþörfin verði metin út frá ólíkum sviðsmyndum um þá þætti sem helst hafa áhrif á þörf. Til dæmis íbúafjölda, fjölda ferðamanna og tæknibreytingar (s.s. rafbílavæðingar). Eins verði tekið inn í áætlunina þróun á mörkuðum sem tengjast félaginu, s.s. hvaða verkefni gætu óskað eftir samningum við félagið á næstu árum ásamt áætlaðri þörf þeirra félaga sem nú eru í viðskiptavinahópnum. Áætluð þörf verði borin saman við afköst félagsins nú og hver afköst félagsins þyrftu að vera til að anna þörfinni til framtíðar. Taka ætti áhrif vænts orkusparnaðar inn í áætlunina.

 

Frestað.

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 16:10.

 

Brynhildur Davíðsdóttir,

Áslaug Friðriksdóttir, Einar Brandsson, Gylfi Magnússon,

Marta Guðjónsdóttir, Ragnar Frank Kristjánsson, Sigríður Rut Júlíusdóttir.