Fundargerð stjórnar #230 (fundargögn)

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2016, mánudaginn 25. apríl kl. 13:30 var haldinn 230. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

 

Fundinn sátu:  Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Sigríður Rut Júlíusdóttir, Áslaug Friðriksdóttir, Kjartan Magnússon, Einar Brandsson í fjarveru Valdísar Eyjólfsdóttur og Björn Bjarki Þorsteinsson.

 

Einnig sátu fundinn Bjarni Bjarnason og Guðmundur I. Bergþórsson.

 

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

 

Þetta gerðist:

 

 1. Fundargerð SF 229 staðfest og undirrituð.

 

 1. Ásgeir Westergren, forstöðumaður áhættustýringar mætti til fundarins ásamt Gísla B. Björnssyni, sérfræðingi í fjár- og áhættustýringu, kynnti stöðu fjármála og fjármögnunar.

 

Einnig lögð fram og kynnt áhættuskýrsla, dags. 31. 3. 2016. Rekstraryfirlit frá febrúar 2016 lagt fram. Kynnt minnisblað, dags. 21. apríl 2016 um kosti og galla mögulegra leiða varðandi sölu á svokölluðu Magma skuldabréfi. Umræður.

 

 1. Lögð fram svo breytt tillaga að verklagi vegna undirbúnings arðgreiðslna. Tillögunni fylgir greinargerð:

 

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) samþykkir meðfylgjandi tillögu að verkferli við ákvörðun við útgreiðslu arðs (rekstrarskjal LBI-105).

 

Samþykkt samhljóða.

 

 1. Guðmundur I. Bergþórsson, innri endurskoðandi lagði fram og kynnti ársskýrslu innri endurskoðunar 2015 og endurskoðunarbréf, dags. 25. apríl 2016. Einnig lögð fram samstarfsyfirlýsing innri endurskoðunar OR og innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar, dags. 18. apríl 2016.
 2.  

 

 1. Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri mætti til fundarins, lagði fram og kynnti minnisblað um stöðu umhverfismælikvarða, dags. 20. apríl 2016.

 

 1. Lögð fram fréttatilkynning Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), dags. 20. apríl 2016, varðandi greiðslur raforkufyrirtækja fyrir nýtingu náttúruauðlinda. Umræður.

 

 1. Lagt fram minnisblað, dags. 21. apríl 2016, sem er svar við fyrirspurn um kostnað við endurskoðun.

 

 1. Bjarni Bjarnason lagði fram og kynnti minnisblað forstjóra um starfsemina á milli stjórnarfunda, dags. 22.apríl 2016. Umræður.

 

 1. Önnur mál.
 • Lagðar fram upplýsingar um kostnað við götulýsingu árin 2011-2016.

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 15:50.

 

Brynhildur Davíðsdóttir,

Áslaug Friðriksdóttir, Björn Bjarki Þorsteinsson, Einar Brandsson,

Gylfi Magnússon, Kjartan Magnússon, Sigríður Rut Júlíusdóttir.