Fundargerð stjórnar #229 (fundargögn)

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2016, mánudaginn 21. mars kl. 13:30 var haldinn 229. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1. Fundinn sátu: Haraldur Flosi Tryggvason, Brynhildur Davíðsdóttir, Áslaug Friðriksdóttir, Kjartan Magnússon, Margrét S. Björnsdóttir, í fjarveru Gylfa Magnússonar, Valdís Eyjólfsdóttir og Björn Bjarki Þorsteinsson. Einnig sat fundinn Bjarni Bjarnason, forstjóri. Fundarritari var Elín Smáradóttir.

Þetta gerðist:

1. Fundargerðir SF 227 og SF 228 staðfestar og undirritaðar.

2. Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála, lagði fram og kynnti ársreikning Orkuveitu Reykjavíkur sef. fyrir árið 2015. Reikningurinn borinn upp, samþykktur samhljóða og áritaður. Ingvar Stefánsson kynnti stöðu fjármála og fjármögnunar OR. Skýrsla Fjármála fyrir árið 2015 kynnt. Einnig lögð fram áhættuskýrsla, dags. 29. 2. 2016 og rekstraryfirlit frá janúar 2016. Kynnt framkomið tilboð í svokallað Magma skuldabréf. Umræður. Forstjóra falið að kanna valkosti við mögulega sölu á bréfinu.

3. Lögð fram svohljóðandi tillaga að verklagi vegna undirbúnings arðgreiðslna. Tillögunni fylgir greinargerð: Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) samþykkir meðfylgjandi tillögu að verkferli við ákvörðun við útgreiðslu arðs (rekstrarskjal LBI-105). Frestað. 4. Lagðar fram svohljóðandi tillögur til aðalfundar:  Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir að veita stjórnarformanni umboð til boðunar aðalfundar Orkuveitu Reykjavíkur 2016 í samræmi við sameignarsamning og að höfðu samráði við eigendur. Samþykkt.  Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir að leggja til við aðalfund að KPMG hf. endurskoðunarfyrirtæki verði kosið endurskoðunarfélag Orkuveitu Reykjavíkur árið 2016. Samþykkt.  Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir að leggja til við aðalfund að ekki verði greiddur arður fyrir árið 2015. Tillagan er í samræmi við samþykkta aðgerðaáætlun Orkuveitu Reykjavíkur og eigenda, dags. 29. mars 2011. Samþykkt.  Starfskjaranefnd Orkuveitu Reykjavíkur leggur til við stjórn Orkuveitu Reykjavíkur að eftirfarandi tillaga verði samþykkt: Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur leggur til við aðalfund að stjórnarlaun ársins 2015 verði kr. 150.816 á mánuði fyrir aðalmann og tvöföld sú fjárhæð fyrir formann. 2 Greiðslur til varamanna verði kr. 42.228 á fund. Jafnframt verði heimilt að greiða upp í laun ársins 2016 kr.150.816 á mánuði fyrir aðalmann og tvöföld sú fjárhæð fyrir formann. Greiðslur til varamanna verði kr. 42.228 á fund. Samþykkt.  Starfskjaranefnd Orkuveitu Reykjavíkur leggur til við stjórn Orkuveitu Reykjavíkur að eftirfarandi tillaga verði samþykkt: Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur leggur til við aðalfund að laun til nefndarmanna í starfskjaranefnd verði 42.228 per fund, og tvöföld sú fjárhæð fyrir formann. Samþykkt.

5. Guðrún Erla Jónsdóttir, stefnustjóri, mætti til fundarins og kynnti tillögur að breytingum á starfsreglum stjórnar OR. Samþykkt.

6. Guðrún Erla Jónsdóttir kynnti tillögu að formi fyrir mat stjórnar á eigin störfum, sem stjórn fyllti út og lauk þar með mati á störfum stjórnar fyrir árið 2015.

7. Guðrún Erla Jónsdóttir kynnti yfirferð stefnumála til samræmis við starfsáætlun ásamt stefnuverkefnum og stefnubókhaldi.

8. Stjórnarformaður kynnti mat á störfum forstjóra, dags. 9. mars 2016. Umræður.

9. Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra um stöðu umhverfismála, dags. 17. mars 2016.

10. Forstjóri lagði fram og kynnti minnisblað forstjóra um starfsemina milli stjórnarfunda, dags. 17. mars 2016. Umræður.

11. Önnur mál. Aðalfundur er ráðgerður mánudaginn 18. apríl 2016 kl. 13:00 í Iðnó við Vonarstræti í Reykjavík.

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 16:15.

Haraldur Flosi Tryggvason, Áslaug Friðriksdóttir, Brynhildur Davíðsdóttir, Björn Bjarki Þorsteinsson, Kjartan Magnússon, Margrét S. Björnsdóttir, Valdís Eyjólfsdóttir.