Fundargerð stjórnar #228 (fundargögn)

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2016, miðvikudaginn 2. mars kl. 12:00 var haldinn 228. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn um síma.

 

Þátttakendur í fundinum voru:  Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Páll Gestsson, Kjartan Magnússon og Valdís Eyjólfsdóttir.

 

Einnig tóku þátt Bjarni Bjarnason, forstjóri, Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála, Bryndís María Leifsdóttir, forstöðumaður reikningshalds, Bjarni Freyr Bjarnason aðstoðarmaður framkvæmdastjóra fjármála og Kristrún H. Ingólfsdóttir og Guðný Helga Guðmundsdóttir, endurskoðendur KPMG.  

 

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

 

Þetta gerðist:

 

 

  1. Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur fyrir árið 2015 lagður fram og kynntur. Ingvar Stefánsson kynnti breytingar frá fyrri drögum. Endurskoðendur fóru yfir og skýrðu endurskoðunarskýrslu. Einnig lögð fram skýrsla endurskoðunarnefndar, dags. 1. mars 2016 og fjármálaskýrsla ársins 2015. Umræður. Reikningurinn borinn upp og samþykktur samhljóða.

 

  1. Önnur mál:

 

Ákveðið að næsti fundur stjórnar verði haldinn mánudaginn 21. mars nk. kl. 13:15.

 

 
Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 12:30.

 

Brynhildur Davíðsdóttir,

Gylfi Magnússon, Kjartan Magnússon, Páll Gestsson, Valdís Eyjólfsdóttir.