Fundargerð stjórnar #227 (fundargögn)

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2016, mánudaginn 22. febrúar kl. 13:15 var haldinn 227. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

 

Fundinn sátu:  Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Kjartan Magnússon, Páll Gestsson, Valdís Eyjólfsdóttir og Björn Bjarki Þorsteinsson.

 

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

 

Þetta gerðist:

 

 1. Fundargerð SF 226 staðfest og undirrituð.

 

 1. Lögð fram svohljóðandi tillaga starfskjaranefndar, sem frestað var á SF226:

 

Stjórnarformaður OR fær umboð til að endurskoða og endursemja um laun forstjóra OR innan ramma tillagna starfskjaranefndar OR.

 

Samþykkt með atkvæðum Brynhildar Davíðsdóttur, Gylfa Magnússonar og Páls Gestssonar. Kjartan Magnússon og Valdís Eyjólfsdóttir sitja hjá og óska bókað:

 

Undirrituð telja að skoða þurfi hvort ekki sé eðlilegt, og í takt við upphaflegar fyrirætlanir eigenda, að stjórnarlaun séu innifalin í föstum launum starfsmanna OR sem sitja f.h. móðurfélagsins í stjórnum dótturfélaganna.

 

 1. Umhverfisstjóri, Hólmfríður Sigurðardóttir, mætti til fundarins og lagði umhverfisskýrslu 2015 fram til samþykktar og undirritunar.

Skýrslan samþykkt samhljóða og undirrituð.

 

 1. Umhverfisstjóri lagði fram og kynnti minnisblað um stöðu umhverfismála, dags. 18. febrúar 2016. Umræður.

 

 1. Guðrún Erla Jónsdóttir, stefnustjóri, mætti til fundarins og kynnti tillögur að breytingum á starfsreglum stjórnar OR og erindisbréfi forstjóra OR. Umræður.

 

 1. Guðrún Erla Jónsdóttir kynnti tillögu að formi fyrir mat stjórnar á eigin störfum og störfum forstjóra. Umræður.

 

 1. Guðrún Erla Jónsdóttir kynnti stefnubókhald.

 

 1. Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála, kynnti stöðu fjármála. Einnig lögð fram áhættuskýrsla, dags. 29.1.2016, stöðuskýrsla aðgerðaáætlunar 2015 og rekstraryfirlit samstæðu OR, dags. desember 2015. Umræður.

 

 1. Ingvar Stefánsson lagði fram og kynnti óendurskoðuð drög að ársreikningi fyrir árið 2015. Umræður. Ákveðið að halda aukafund stjórnar til að afgreiða ársreikninginn 2. mars nk. kl. 12:00.

 

 1. Lögð fram svohljóðandi tillaga. Tillögunni fylgir greinargerð:

 

Stjórn samþykkir að fella úr gildi samþykkt um stofnun félags fyrir eigin tryggingar Orkuveitu Reykjavíkur frá SF213 23. febrúar 2015 og draga til baka ósk um umfjöllun eigenda, sem send var í kjölfarið. Forstjóra er jafnframt falið að leita leiða til að hagræða í tryggingarmálum OR.

Samþykkt með atkvæðum Brynhildar Davíðsdóttur, Gylfa Magnússonar, Páls Gestssonar og Valdísar Eyjólfsdóttur. Kjartan Magnússon situr hjá.

 

 1. Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur, mætti til fundarins og kynnti starfsemi GR.

 

Björn Bjarki Þorsteinsson vék af fundi kl 16:00.

 

 1. Íris Lind Sæmundsdóttir, regluvörður OR, mætti til fundarins og kynnti skýrslu regluvarðar fyrir árið 2015.

 

 1. Önnur mál.

 

 • Rætt um dagsetningu aðal- og ársfundar OR. Ákveðið að leggja til við eigendur að fundirnir verði haldnir eftir hádegi þann 14. apríl nk.

 

 
Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 16:15.

 

Brynhildur Davíðsdóttir,

Björn Bjarki Þorsteinsson, Gylfi Magnússon,

Kjartan Magnússon, Páll Gestsson, Valdís Eyjólfsdóttir.