Fundargerð stjórnar #225

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2015, mánudaginn 14. desember kl. 15:00 var haldinn 225. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn í Stöðvarstjórahúsinu í Elliðaárdal.

 

Þátt tóku:  Haraldur Flosi Tryggvason, Gylfi Magnússon, Kjartan Magnússon, Brynhildur Davíðsdóttir, Áslaug M. Friðriksdóttir, Valdís Eyjólfsdóttir og Björn Bjarki Þorsteinsson.

 

Einnig sátu fundinn Bjarni Bjarnason, forstjóri og Guðmundur I. Bergþórsson, innri endurskoðandi.

 

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

 

Þetta gerðist:

 

 1. Fundargerðir SF 223 og SF 224 staðfestar og undirritaðar.
 2. Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála, kynnti stöðu fjármála.  Áhættuskýrsla, dags. 30. 11. 2017 lögð fram og kynnt, sem og rekstraryfirlit fyrir janúar til október 2015.
 3. Sólrún Kristjánsdóttir, starfsmannastjóri lagði fram og kynnti kjarasamning viðskipta- og hagfræðinga. Samningurinn borinn upp og samþykktur samhljóða.
 4. Endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar mætti til fundarins og kynnti hlutverk og störf nefndarinnar.
 5. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets og Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri þróunar og tækni Landsnets mættu til fundarins og kynntu kerfisáætlun fyrirtækisins. Umræður.
 6. Starfsáætlun stjórnar fyrir árið 2015 lögð fram.
 7. Tillaga að breytingu á starfsreglum stjórnar lagðar fram.
 8. Drög að jafnréttisstefna lögð fram.
 9. Drög að stefnu um samfélagsábyrgð lögð fram.
 10. Drög að breyttri heildarstefnu lögð fram.
 11. -Önnur mál.
  • Upplýsingar um vinnudag í Kaupmannahöfn, sem óskað var eftir á SF223 lagðar fram.
  • Upplýsingar um kaup Veitna á mælum, sem óskað var eftir á SF223 lagðar fram.

 

 • Kjartan Magnússon og Áslaug M. Friðriksdóttir lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

Fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Óskað er eftir greinargerð um fráveitumál á starfsvæði Orkuveitunnar þar sem m.a.komi fram upplýsingar um ástand skólplagna eftir hverfum, bæði lagna í eigu OR, sem og í einkaeigu, eftir því sem þær upplýsingar eru tiltækar. Hvernig hefur verið staðið að viðhaldi og endurnýjun á skólplögnum fyrirtækisins frá aldamótum (árleg framlög og staðsetning) og hvaða lagnir er fyrirhugað að endurnýja á næstu árum? Eru vísbendingar um að ástandi skólplagna hafi hrakað í eldri hverfum og að það hafi óæskilegar afleiðingar í för með fjölgun rottna og annarra meindýra?

 

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 16:45.

 

Haraldur Flosi Tryggvason,

Áslaug M. Friðriksdóttir, Björn Bjarki Þorsteinsson, Brynhildur Davíðsdóttir,

Gylfi Magnússon, Kjartan Magnússon, Valdís Eyjólfsdóttir.

Fundargerð: